Vinna að sátt eftir átök Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Samtökin 78 hafa logað stafnanna á milli síðan það lá fyrir að BDSM á Íslandi væru á hraðri leið inn í samtökin. vísir/Vilhelm Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38
Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52
Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59