Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2016 13:52 Lilja telur sig ekki eiga samleið í Magnúsi, í Samtökunum ´78. Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“ Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“
Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59