Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2016 05:00 Að vanda tók fjöldi fólks þátt í Gleðigöngunni sem fram fór síðastliðinn laugardag, þar á meðal fulltrúar BDSM á Íslandi. vísir/hanna „Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20