Vinna að sátt eftir átök Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Samtökin 78 hafa logað stafnanna á milli síðan það lá fyrir að BDSM á Íslandi væru á hraðri leið inn í samtökin. vísir/Vilhelm Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38
Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52
Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“