Fótbolti

Strákarnir okkar keyrðu fram úr öllum á frönsku hraðbrautunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Emil Hallfreðsson og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins sem hófst um klukkan hálf eitt að staðartíma í Annecy.
Emil Hallfreðsson og Eiður Smári Guðjohnsen á æfingu landsliðsins sem hófst um klukkan hálf eitt að staðartíma í Annecy. Vísir/Vilhelm
Leikur Íslands og Portúgal á EM í knattspyrnu í Saint-Étienne í gærkvöldi lauk klukkan 23 að staðartíma. Að leik loknum tók við sturta og svo viðtöl í opnu rými með blaðamönnum. Þaðan var farið upp í rútu og loks ekið sem leið lá aftur til Annecy þar sem landsliðið hefur aðsetur.

Komið hefur fram að öryggisgæsla í kringum landsliðið er mjög mikil en rútur liðsins eru í lögreglufylgd og forgangsakstri á ferðum sínum. Þannig var það líka í nótt þar sem rútu strákanna var ekið fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum áður en komið var heim á hótelið um klukkan 03:15 í nótt.

Leikmennirnir í byrjunarliðinu hvíla á hótelinu í dag en aðrir leikmenn, þeirra á meðal Alfreð Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason, æfðu í dag. Theodór Elmar sagði við blaðamenn að leikmenn hefðu ekki sofið í rútunni og hann hefði sjálfur átt erfitt með að festa svefn. Hann var engu að síður ferskur og eldhress þegar hann gaf sér tíma með blaðamönnum í morgun.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×