Lífið

ATP Iceland aflýst

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Margir minnast frábærra tónleika Nick Cave í Ásbrú í fyrsta skiptið sem ATP var haldin þar.
Margir minnast frábærra tónleika Nick Cave í Ásbrú í fyrsta skiptið sem ATP var haldin þar. Vísir

Tónlistarhátíðin All tomorrow‘s parties sem halda átti hér á landi í fjórða skiptið í byrjun næsta mánaðar hefur verið aflýst. Ekki nóg með það heldur hefur fyrirtækið sem stendur fyrir slíkum hátíðum víðs vegar um heim tilkynnt á Facebook síðu sinni að það sé að leggja niður starfsemi sína.

Hátíðin átti að fara fram í Ásbrú sem er gamla herstöðva hverfið við Reykjanesbæ. Þar áttu að koma fram í ár CocoRosie, John Carpenter, Claudio Simonetti‘s Goblin, Dirty Three, Les Savy Fav, Tortoise, Omar Souleyman og fleiri.

Fyrirtækið ATP hefur átt við töluverða fjárhagserfiðleika að stríða upp á síðkastið og margar sveitir höfðu aflýst framkomu sinni þar eftir að ekki var staðið við samninga um fyrirframgreiðslu. Þar á meðal voru íslenska sveitin Múm og Fabio Frizzi sem tilkynntu á síðum sínum að þau hefðu aflýst framkomu sinni.


Tengdar fréttir

Fullt af nýjum nöfnum kynnt á ATP

Tónlistarhátíðin ATP á Íslandi kynnir í annað sinn nöfn framúrskarandi listamanna sem koma fram á tónlistarhátíðinni næsta sumar á Ásbrú dagana 1. til 3. júlí 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.