Þá komu um 2.500 til 3.000 manns saman til að mótmæla þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem leidd var af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, þáverandi forsætisráðherra. Yfir ræðu hans allri heyrðist hins vegar þungur trommusláttur og hróp mótmælenda. Baulað var á Sigmund og þá sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti að áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði.
Sjá einnig: Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra
Ágúst Svansson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði yfirumsjón með öryggisgæslunni á Austurvelli í dag en í samtali við Vísi segir lögregluna ekki koma nálægt þessari ákvörðun um að stækka svæðið sem er girt af öðruvísi en að tryggja öryggi að beiðni forsætisráðuneytisins og Alþingis.
Í fyrra heyrðist illa í tónlistaratriðum vegna mótmæla og segir Ágúst marga hafa kvartað yfir því. Var því ákveðið að stækka afgirta svæðið til vesturs, að gamla símahúsinu, og svo aðeins til hliðar fyrir aftan ræðupúltið og þar sem tónlistarfólkið stendur.
Hann segist eiga erfitt með að áætla hve stækkunin var mikil í metrum talið en segir hana ekki hafa verið svo mikla. Aðspurður segir hana hátíðardagskrána hafa farið friðsamlega fram.