Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 17. júní 2015 11:15 Um nokkur hundruð manns eru á Austurvelli. Vísir/Lillý Valgerður Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015 Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015
Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58