Foreldrar Hauks Heiðars héldu EM-ferðinni leyndri fram að valinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2016 11:00 Ragnheiður og Haukur við höfnina í Marseille í gær. Vísir/Vilhelm Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Þau voru hin hressustu og ekki lítið stolt, Ragnheiður Haraldsdóttir og Haukur Jóhannsson, foreldrar Hauks Heiðars Haukssonar landsliðsmanns þegar blaðamaður rakst á þau á göngu sinni í Marseille í gær. Þau voru enn í skýjunum eftir jafnteflið gegn Portúgal í Saint-Étienne. „Það kvöld er ógleymanlegt,“ segir Haukur. Sá landsleikur toppi alla hina sem hann sé búin að fara á og Ragnheiður er sama sinnis. Ragnheiður og Haukur eru Akureyringar, ekki nóg með það heldur einnig afreksfólk á sviði íþrótta. Haukur hefur keppt fyrir Íslandshönd í svigi á Ólympíuleikum og Ragnheiður er Íslandsmeistari í brids. „Liðinu gengur svo vel að við erum afar glöð. Svo ef strákuirnn kemur inn á verðum við ennþá glaðari,“ segir Ragnheiður. Haukur bætir við: „En þú skiptir ekki svo oft bakverði fyrir bakvörð,“ segir Haukur og tekur undir með blaðamanni að það sé ekki algeng skipting til að breyta gangi í leikjum. „Við hugsum auðvitað aðallega um liðið og úrslitin og erum mjög ánægð.“Spá 1-0 sigri okkar manna Haukur er bjartsýnn fyrir leikinn í dag gegn Ungverjum og spáir 1-0 sigri okkar mann. Það væri algjör draumur sem er í takt við ferðina þeirra, algjör draumur að sögn Ragnheiðar. Í ljós kemur að þau voru búin að bóka sér EM-ferð áður en ljóst var að Haukur Heiðar, sonur þeirra, yrði í landsliðshópnum. Þá átti bara að fara í þriggja daga ferð á leikinn í Saint-Étienne. „Við ætluðum bara heim strax en breyttum því þegar við vissum að strákurinn væri með í hópnum. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnheiður. Þau ætla að sjá til hvað þau geri eftir leikinn á morgun en greinilegt er að þau eru alvarlega að hugsa um að framlengja ferðina fram yfir leikinn í París þann 22. júní. Haukur eldri ljóstrar þá upp leyndarmáli, eða því sem var leyndarmál þangað til í maí þegar 23 manna hópur Íslands var tilkynntur með Hauk Heiðar innanborðs. „Við bókuðum ferðina áður en Haukur var valinn í landsliðið. Ég vildi ekki láta strákinn vita af þessu,“ segir Haukur. Hann vildi ekki að það færi að angra son sinn eða setja auka pressu á hann. Haukur eldri hlær að því núna enda allir hressir með lífið og tilveruna í Frakklandi, Íslendingar hið minnsta.Dyraverðir til bjargar Haukur var klæddur í landsliðstreyju númer þrjú, merktri leiknum gegn Portúgal í Saint-Étienne. Ekki amalegur gripur það. „Heldurðu drengur? Hann náði að kasta þessu í mig eftir leikinn,“ segir Haukur og Ragnheiður útskýrir hvernig Haukur Heiðar náði í þau í gegnum síma skömmu eftir leik þegar þau voru komin útaf leikvanginum. Þau gátu ekki farið til baka vegna öryggisgæslu. Ekki strax. Til bjargar komu æðislegir dyraverðir að sögn Ragnheiðar og fengu þau stutta stund með stráknum sínum að leik loknum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30 Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00 Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00 Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Íslendingapartý í Marseille: Can´t walk away á repeat og geggjað stuð Gleðin var í fyrirrúmi en einn og einn fór aðeins of geyst í vínið og hafði lognast útaf á sófanum. 17. júní 2016 20:30
Svona var Íslendingapartýið í Marseille Hvað lag ætli hafi verið sungið oftast í veislunni? Vísbending, það heitir ekki Ferðalok. 18. júní 2016 07:00
Átti ekki að fá neinn bjór í Frakklandi nema hann myndi vinna KR Herra Fjölnir er mættur til Marseille þar sem hann getur fengið sér bjór með góðri samvisku. 17. júní 2016 22:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning