Hundruð barna á biðlista eftir plássi í skólahljómsveit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2016 07:00 Snorri Heimisson og skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjar. vísir/Anton brink Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira