Hundruð barna á biðlista eftir plássi í skólahljómsveit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2016 07:00 Snorri Heimisson og skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjar. vísir/Anton brink Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira