Hundruð barna á biðlista eftir plássi í skólahljómsveit Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2016 07:00 Snorri Heimisson og skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjar. vísir/Anton brink Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð börn sem sóttu um tónlistarnám hjá skólahljómsveitum Reykjavíkurborgar á síðasta ári komust ekki að. Í ár stefnir aftur í mikla umframaðsókn í skólahljómsveitirnar. Nú þegar eru 170 börn á biðlista þótt umsóknarferlinu sé ekki lokið. Alls hafa sveitirnar heimild til að kenna 441 nemanda á hverju ári eða sem samsvarar 445 klukkustundum á mánuði. Þannig geta sveitirnar hagrætt starfi sínu með það í huga. Um það bil átta hundruð börn sóttu um pláss. Markmið skólahljómsveitanna er meðal annars að jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms. Snorri Heimisson, stjórnandi sveitar í Árbæ og Breiðholti, var með um 150 börn á biðlista í fyrra. Þá var hann með 118 nemendur. „Mér finnst þetta sorglegt, það eru mörg börn sem hafa tónlistarhæfileika og komast ekki að. Það er okkar reynsla. Ég á erfitt með það hvað biðlistarnir eru langir,“ segir Snorri. Stjórnendur hafi óskað eftir því að fá að taka við fleiri börnum. „Draumurinn er auðvitað að koma öllum börnunum að.“Reykjavíkurborg rekur fjórar skólahljómsveitir, skólahljómsveit Austurbæjar, skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar, skólahljómsveit Árbæjar, Norðlingaholts og Breiðholts og skólahljómsveit Grafarvogs, Úlfarsárdals og Grafarholts. Allar sveitirnar hafa heimild upp á 110,25 tónlistarnemendur, samtals 441 nemanda. Stjórnendur báðu um að fjölgað yrði í sveitunum sem hefðu þá 120 nemendur hver. Þeir vilja líka kaupa búnað og bæta kennsluaðstöðu. Reykjavíkurborg jafnaði nýverið fjölda plássa í hverri sveit eftir gagnrýni um mismunun eftir hverfum. Þannig var sveitin í Breiðholti og Árbæ aðeins með 90 pláss á meðan önnur hverfi höfðu mun fleiri. Plássum hefur hins vegar ekki fjölgað þrátt fyrir mikla aðsókn. Stjórnandi skólahljómsveitarinnar í Grafarvogi, Einar Jónsson, tekur undir með Snorra. „Umsóknarferlið er nýhafið og strax er komið töluvert umfram fjölda plássa. Aðsóknin fer vaxandi og ég tek eftir því að börn af erlendum uppruna sækja í meira mæli um. Það er jákvætt en ég myndi vilja bæta starfið fyrir þessi börn,“ segir Einar og segist myndu vilja stuðning vegna þessarar þróunar. „Það væri skemmtilegt að spila tónlist frá fleiri heimshornum til dæmis,“ segir Einar. „Tónlistarnámið okkar býður ekki upp á neina aðlögun að fjölmenningarsamfélaginu. Við erum ekki með starfsfólk sem talar erlend tungumál. Við viljum teygja okkur að fjölmenningarsamfélaginu en viljum fá stuðning til þess. Ég væri til í að taka þátt í slíku verkefni,“ segir Einar. Sigfríður Björnsdóttir, deildarstjóri listfræðslu hjá skóla- og frístundasviði, segir rætt hjá borginni um breyttar þarfir vegna mikillar aðsóknar. „Við erum mörg sem myndum vilja að öll börn fengju að læra skipulega á hljóðfæri að lágmarki tvö til þrjú ár. Rannsóknir sýna að tónlistarnám hefur varanleg áhrif á almennan árangur,“ segir Sigfríður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira