15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Sveinn Arnarsson skrifar 8. júní 2016 09:42 Héraðsdómur Norðurlands eystra Vísir/Pjetur Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum. Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Fyrrum fjármálastjóri byggingarfyrirtækisins Hyrnu var dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún á fimmtán ára tímabili dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu. Konan játaði skýlaust brot sín fyrir dómi. Ekki var unnt að mati dómara að skilorðsbinda dóminn vegna eðlis og umfangs brots konunnar. Hafði hún fyrst árið 2000 dregið sér fé frá fyrirtækinu og stóð fjárdrátturinn yfir í um fimmtán ár. Síðasta færslan sem ákærð var fyrir eru frá 12. maí árið 2015. Yfir þetta tímabil hafði konan náð að draga sér rúmar fimmtíu milljónir króna. Millifærði á fyrirtæki sonar síns. Konan millifærði féð bæði beint inn á sína eigin bankareikninga en einnig nýtti hún sér í seinni tíð bankareikninga Sushi stofunnar ehf. sem var í eigu sonar hennar. Ákærða var einnig stjórnarformaður félagsins og sá um fjármál þess. Voru fjármagnsflutningarnir þannig skipulagðir allan þennan tíma og höfðu ágerst síðustu þrjú ár og því hafi komist upp um afbrot fjármálastjórans. Málið kom upp í júní í fyrra og sagði Örn Jóhannesson, eigandi byggingarfyrirtækisins Hyrnu, að fjármálastjórinn, sú ákærða, hefði játað brot sitt, skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis og hætt störfum. Að mati dómsins var brotið alvarlegt. Var konan því dæmd til greiðslu alls sakarkostnaðar, 239.830 krónur. Brot konunnar vörðuðu við 247.gr hegningarlaga en þar segir að ef einstaklingur dregur sér fjármuni eða önnur verðmæti, sem hann hefur í vörslum sínum, en annar maður er eigandi skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum.
Tengdar fréttir Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27