Gísli Pálmi opnaði sig á Stöð 2 í gær: „Kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2016 11:00 Gísli Pálmi talaði opinskátt um neyslu sína og lífstíl í gær. vísir Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Heidi óþekkjanleg að venju Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Heidi óþekkjanleg að venju Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira
Gísli Pálmi, einn allra heitasti rapparinn á Íslandi í dag, var meðal gesta í lokaþætti Rapp í Reykjavík sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Gísli sagði nokkrar merkilegar sögur í þættinum og hafa þær vakið mikla athygli. „Ég tala bara um mitt líf og mína reynslu,“ segir Gísli í samtali við Dóra DNA um textann við lög Gísla. „Það er kannski ástæðan fyrir því að fólk tengir við mig, fólk finnur að ég er ekkert að tala um hluti sem ég veit ekki neitt um.“ Gísli segist ekki rappa mikið um stelpur og ástina. „Það er bara ekki ég, ég er ekkert í því og er ekki beint rómantíska týpan,“ segir Gísli sem komst í fjölmiðla um allan heim á síðasta ári þegar hann lenti í útistöðum við Bam Margera á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.Gísli og Bam Margera eru ekki vinir í dag.„Það horfðu fimm milljón manns á þetta videó á einni viku. Ég vil ekki vera með neitt ofbeldi, ég er ekki ofbeldismaður.“ Gísli sagði frá því þegar lögreglumaður hjá fíkniefnadeildinni bað hann um að koma afsíðis á Secret Solstice í fyrra. „Ég sagði bara nei nei, hvað er eiginlega málið? Þeir taka mig til hliðar og ég spyr af hverju þeir séu að taka mig algjörlega af handahófi svona til hliðar. Þeir spurðu mig þá til baka af hverju ég héldi að þeir væru að taka mig svona afsíðis,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi þá spurt þá til baka hvort ástæðan væri að hann væri með húðflúr á hausnum. „Þeir sögðu, já það gæti verið það og það gæti líka verið að þú rappar um fíkniefnaneyslu í öllum lögunum þínum. Þeir hafa ekkert á mig og það hefur ekkert vafasamt komið upp í kringum mig í mörg ár.“ Gísli segir einnig frá því þegar hann var tekinn og settur inn í lögreglubíl.Gísli Pálmi.„Þá voru þeir að syngja lagið mitt inni í bílnum, bara til að fokka í mér. Ég get tekið fram að þessir gaurar voru ógeðslega fyndnir og ógeðslega góðir við mig. Þeir reyndar böstuðu mig alveg harkalega fyrir eitthvað drasl en þeir voru ógeðslega góðir,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi byrjað að leita í óhefðbundinn lífstíl þegar hann var ellefu ára. „Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað.“ Rapparinn segir að maður þurfi að lenda í sársauka til að geta tjáð sig um svona hluti. „Til að geta sagt frá svona sársauka, þá þarf maður að upplifa hann. Ég er ógeðslega þakklátur fyrir það að geta sagt frá þessu, ég þarf stundum að koma þessu frá mér. Ef ég væri ekki að þessu þá væri ég vonandi að vinna í félagsmiðstöð og á meðferðarheimilum til að gera eitthvað gott úr þessu og vinna eitthvað með þessa reynslu sem maður hefur.“ Umræðan á Twitter undir kassamerkinu #rappírvk #rappírvk Tweets
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Heidi óþekkjanleg að venju Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fleiri fréttir Heidi óþekkjanleg að venju Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Sjá meira