Fjórði þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 23. maí, kl. 20:25, á Stöð 2.
Luis fer á bretti í Bláfjöll í fyrsta skipti á ævinni, hópurinn allur spreytir sig á ýmsum þjóðernisþrautum og menn reyna að átta sig á hvað það þýðir að vera Íslendingur og hver hún er eiginlega, þessi íslenska menning.
Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.
Battlað í borginni: Angólski víkingurinn á hausnum
Tengdar fréttir

„Það treysta allir öllum í Breiðholti” – Battlað í borginni
Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni.

Innflytjendur þurfa meiri stuðning í skólanum
Skólasókn er minnst meðal innflytjenda í framhaldsskólum og mikið er um brottfall. Í kennaranámi er lítið um sértæka kennslu í móttöku innflytjenda. Námsráðgjafi segir menningarlæsi kennaranna afar mikilvægt.

Battlað í borginni: „Skilyrði að útlendingar læri íslensku“
Battlað í borginni fór á stúfana og spurði: Hvað þýðir það eiginlega að aðlagast íslensku samfélagi?