Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann segir að áætluð brottför frá Schipol-flugvelli í Amsterdam sé klukkan 14.00 í dag að staðartíma.
Bilun varð í rafkerfi vélarinnar og tók viðgerð lengri tíma en áætlað var að sögn Guðjóns sem varð til þess að fluginu var aflýst í gær.

Um er að ræða sömu vél og var snúið við skömmu eftir flugtak á leið frá Boston til Íslands á mánudag í síðustu viku og aftur skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli á laugardag. Vélin bættist við flugflota Icelandair í maí.
Bilunin sem átti sér stað í síðustu viku var vegna mælitækis í stjórnklefanum sem sýndi að hjólabúnaður vinstra megin hefði ekki fest sem skyldi.
Guðjón segir að ekki hafi komið til skoðunar að taka vélina úr umferð þrátt fyrir þessar þrjár bilanir á skömmum tíma. Viðgerð á henni stendur nú yfir í Amsterdam en önnur vél var send eftir farþegunum.