Reykjavík eignast hlut í félagi um mögulega hraðlest sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2016 12:55 Formaður borgarráðs segir tímaspursmál hvenær hugmyndirnar verði að veruleika. mynd/fluglestin.is Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu um að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og byggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Með samþykktinni mun Reykjavíkurborg eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framanlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins, eða um þrjár milljónir króna. Jafnframt samþykkti borgarráð að eftir hlutafjáraukningu í félaginu verði hlutur Reykjavíkurborgar tvö prósent. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að með samþykktinni fái borgin mann í stjórn sem muni fylgjast með hvernig málin þróast. Það sé afar mikilvægt. „Það var ákveðið á fundi borgarráðs í gær að þiggja boð um að breyta þessu framlagi í hlutafé og þar með eignast Reykjavíkurborg um þrjú prósent og fær mann í stjórn,“ segir Björn. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þess efnis í gær að þessar hugmyndir,um hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur, eigi að vera knúnar áfram af einkaaðilum sem hafi enga hagsmuni að reka slíka lest. Björn tekur fram að með samþykktinni felist engin viðurkenning eða samþykkt á verkefninu fyrir frekari skuldbindingum. „Áhættan er algjörlega hjá einkaaðilum. Borgin er einfaldlega að koma að málinu. Við samþykktum það að leggja þessar þrjár milljónir sem einhvers konar styrk inn í verkefnum. Okkur er nú boðið að breyta því í hlutafé og við þiggjum það. Það er engin frekari fjárhagsleg skuldbinding í þessu,“ segir hann. Aðspurður segir hann tímaspursmál hvenær þessar hugmyndir verði að veruleika. Ég held það sé algjörlega augljóst að fyrr eða síðar verður einhvers konar lestartenging milli þess alþjóðaflugvallar sem við erum með og miðborgar Reykjavíkur. Spurningin er hvað eru mörg stopp á þeirri leið. Ég held það sé líka algjörlega augljóst og í raun og veru miklu mikilvægara fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að við förum í það verkefni sem kallað hefur verið Borgarlína sem eru samgöngur sem hafa miklu meiri flutningsgetu en það sem er í dag á völdum ásum innan höfuðborgarsvæðisins. Það er verkefni sem við getum ekkert beðið með og það er verkefni hins opinbera,“ segir Björn. Tengdar fréttir Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. 15. júlí 2015 10:30 Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00 Svona gæti Borgarlínan litið út Borgarlína, nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, mun tengja kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. 2. júlí 2015 07:00 Segja okkur græða 52 milljarða á hraðlestinni á þrjátíu árum Áætlað er að ágóði fyrir samfélagið af rekstri hraðlestar til Keflavíkurflugvallar verði 52 milljarðar króna á þrjátíu árum. Hagnaður er sagður felast í ávinningi farþega, auknu umferðaröryggi og jákvæðum umhverfisáhrifum. 17. desember 2015 07:00 Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær tillögu um að Reykjavíkurborg verði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og byggingu mögulegrar hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurborgar. Með samþykktinni mun Reykjavíkurborg eignast þriggja prósenta hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framanlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins, eða um þrjár milljónir króna. Jafnframt samþykkti borgarráð að eftir hlutafjáraukningu í félaginu verði hlutur Reykjavíkurborgar tvö prósent. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir að með samþykktinni fái borgin mann í stjórn sem muni fylgjast með hvernig málin þróast. Það sé afar mikilvægt. „Það var ákveðið á fundi borgarráðs í gær að þiggja boð um að breyta þessu framlagi í hlutafé og þar með eignast Reykjavíkurborg um þrjú prósent og fær mann í stjórn,“ segir Björn. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram bókun þess efnis í gær að þessar hugmyndir,um hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur, eigi að vera knúnar áfram af einkaaðilum sem hafi enga hagsmuni að reka slíka lest. Björn tekur fram að með samþykktinni felist engin viðurkenning eða samþykkt á verkefninu fyrir frekari skuldbindingum. „Áhættan er algjörlega hjá einkaaðilum. Borgin er einfaldlega að koma að málinu. Við samþykktum það að leggja þessar þrjár milljónir sem einhvers konar styrk inn í verkefnum. Okkur er nú boðið að breyta því í hlutafé og við þiggjum það. Það er engin frekari fjárhagsleg skuldbinding í þessu,“ segir hann. Aðspurður segir hann tímaspursmál hvenær þessar hugmyndir verði að veruleika. Ég held það sé algjörlega augljóst að fyrr eða síðar verður einhvers konar lestartenging milli þess alþjóðaflugvallar sem við erum með og miðborgar Reykjavíkur. Spurningin er hvað eru mörg stopp á þeirri leið. Ég held það sé líka algjörlega augljóst og í raun og veru miklu mikilvægara fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að við förum í það verkefni sem kallað hefur verið Borgarlína sem eru samgöngur sem hafa miklu meiri flutningsgetu en það sem er í dag á völdum ásum innan höfuðborgarsvæðisins. Það er verkefni sem við getum ekkert beðið með og það er verkefni hins opinbera,“ segir Björn.
Tengdar fréttir Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. 15. júlí 2015 10:30 Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00 Svona gæti Borgarlínan litið út Borgarlína, nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, mun tengja kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. 2. júlí 2015 07:00 Segja okkur græða 52 milljarða á hraðlestinni á þrjátíu árum Áætlað er að ágóði fyrir samfélagið af rekstri hraðlestar til Keflavíkurflugvallar verði 52 milljarðar króna á þrjátíu árum. Hagnaður er sagður felast í ávinningi farþega, auknu umferðaröryggi og jákvæðum umhverfisáhrifum. 17. desember 2015 07:00 Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Skattgreiðendur eiga ekki að borga hraðlest til Keflavíkur Flestir Íslendingar hafa ferðast með lestum erlendis og margir alið með sér þann draum að einn góðan veðurdag verði þessum skemmtilega ferðamáta komið á hér á Fróni. Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmálamenn rætt slíkar hugmyndir af fullri alvöru. 15. júlí 2015 10:30
Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00
Svona gæti Borgarlínan litið út Borgarlína, nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, mun tengja kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. 2. júlí 2015 07:00
Segja okkur græða 52 milljarða á hraðlestinni á þrjátíu árum Áætlað er að ágóði fyrir samfélagið af rekstri hraðlestar til Keflavíkurflugvallar verði 52 milljarðar króna á þrjátíu árum. Hagnaður er sagður felast í ávinningi farþega, auknu umferðaröryggi og jákvæðum umhverfisáhrifum. 17. desember 2015 07:00
Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00