Svona gæti Borgarlínan litið út Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. júlí 2015 07:00 Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits. „Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt) Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Biðstöðvar verða í öllum skilgreindum miðkjörnum höfuðborgarsvæðisins. Það eru komnar mögulegar leiðir milli miðkjarna. Á þessu stigi eru leiðir skoðaðar bæði sem hraðvagna- og léttlestarkerfi,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins, Borgarlínu. Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu vinna nú saman að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040. Þar er gert ráð fyrir Borgarlínu, léttlestar- eða hraðlestarkerfi sem mun mynda samgöngu- og þróunarás. Borgarlína mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Hrafnkell greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að ef vel tekst til í undirbúningsvinnu sem sveitarfélögin vinna, í samvinnu við Vegagerðina, gæti Borgarlína verið tilbúin til notkunar árið 2022. Við mat á samgöngusviðsmyndum, sem verkfræðistofan Mannvit gerði, var miðað við að stofnkostnaður á fimmtán kílómetra léttlestarkerfi væri sextíu og fimm milljarðar króna og stofnkostnaður við fimmtán til tuttugu kílómetra hraðvagnakerfi væri þrjátíu milljarðar króna. Til þess að áætla kostnaðinn var stuðst við erlendar reynslutölur og nálganir þar sem aldrei hefur verið ráðist í gerð hágæðakerfis á Íslandi. Ekki liggur fyrir hvort léttlestarkerfi eða hraðlestarkerfi verður notað en Hrafnkell segir ekki útilokað að báðar lestir verði notaðar. „Til að viðhalda hraða er oft miðað við að um 800 metrar séu á milli stoppistöðva í hágæðakerfi almenningssamgangna en það er að sjálfsögðu háð aðstæðum hvort vegalengd Borgarlínu verði styttri eða lengri. Þó er mikilvægt að fjölda stoppistöðva sé stillt í hóf til að viðhalda hraðari yfirferð en í hefðbundnu strætisvagnakerfi,“ segir Hrafnkell.Mögulegar leiðir milli miðkjarnaLeggur 1 Vellir – Fjörður Leggur 2 Fjörður – Garðabær Leggur 3 Garðabær – Hamraborg Leggur 4 Garðabær – Smárinn Leggur 5 Smárinn – Mjódd Leggur 6 Mjódd – Elliðaárvogur/Ártúnshöfði Leggur 7 Hamraborg – Miðbær (BSÍ) Leggur 8 Hamraborg – Miðbær (Harpa) Leggur 9 Miðbær – Seltjarnarnes Leggur 10 Elliðaárvogur/Ártúnshöfði – Miðbær (Harpa) Leggur 11 Elliðarárvogur – Keldnaholt Leggur 12 Keldnaholt – Mosfellsbær (Háholt)
Borgarlína Samgöngur Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira