Segja okkur græða 52 milljarða á hraðlestinni á þrjátíu árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Þannig sér Björn Reynisson fyrir sér hraðlestarstöð í Reykjavík í útskriftarverkefni sínu sem arkitekt vorið 2014. Mynd/Björn Reynisson Jákvæð áhrif hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Vatnsmýrar á umhverfi og samfélag verða talsverð, segir í skýrslu Fluglestarinnar þróunarfélags ehf. sem vinnur að verkefninu. Fram kemur að hraðlestin sem knúin verði með rafmagni fái það frá HS Orku. „Nákvæmt mat á félagslegum og umhverfislegum áhrifum verður gert sem hluti af undirbúningi lestarinnar,“ segir í skýrslunni. Jákvæð umhverfisáhrif felist í talsvert skertum útblæstri gróðurhúsalofttegunda með minnkandi akstri bíla sem nota jarðefniseldsneyti. Við hönnun verði meðal annars litið til loftgæða, hávaða og titrings, landslags og sjónrænna áhrifa. Þá verði lagt mat á félagsleg áhrif á borð við ferðamynstur, útivist, ferðaþjónustu, landnotkun og skipulagsmál.Stefán Jón Hafstein er einn margra sem lýst hefur efasemdum á samfélagsmiðlum um kosti hraðlestar.vísir/pjetur„Félagslegur ávinningur af lestinni hefur verið reiknaður út, með tilliti til umhverfisráhrifa og ágóða notenda og aukins öryggis í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Miðgildi úr spám geri ráð fyrir að á þrjátíu árum verði ávinningurinn fyrir notendur, samfélagið og almenning um 368 milljónir evra – sem svarar til um 52 milljarða króna. „Spáin lítur eingöngu til notenda, félagslegs ávinnings varðandi öryggismál og umhverfisáhrif og taps á skatttekjum af jarðefnaeldsneyti vegna minnkandi bílaumferðar,“ segir í skýrslunni sem unnin er af RRV Consulting. Efasemdir hafa komið fram um hraðlestarverkefnið á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Til dæmis frá Stefáni Jóni Hafstein, starfsmanni Þróunarsamvinnustofnunar, sem kveðst fara oft um Keflavíkurflugvöll. Stefán bendir meðal annars á þægindi einkabíla og segir þá og rútur auk þess væntanlega almennt verða orðnar rafknúnar þegar lestin eigi að fara af stað árið 2024. „Vatnsmýrin er í fæstum tilvikum endastöð íslenskra og erlendra ferðamanna heldur lykkja á leið þeirra,“ segir Stefán í ítarlegri færslu um málið á síðu sinni á Facebook. Stefán leggur til aðra lausn. „Með því að kaupa fjölda rafknúinna léttvagna og gera sérstaka akrein fyrir þá 30 kílómetra leið millli KEF og Hafnarfjarðar og þaðan með ólíkum leiðum á ýmsa staði strax árið 2016-17 má koma upp víðtæku umhverfisvænu og frekar ódýru dreifikerfi um allt höfuðborgarsvæðið á einu bretti. Bingó.“ Tengdar fréttir Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00 Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Jákvæð áhrif hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og Vatnsmýrar á umhverfi og samfélag verða talsverð, segir í skýrslu Fluglestarinnar þróunarfélags ehf. sem vinnur að verkefninu. Fram kemur að hraðlestin sem knúin verði með rafmagni fái það frá HS Orku. „Nákvæmt mat á félagslegum og umhverfislegum áhrifum verður gert sem hluti af undirbúningi lestarinnar,“ segir í skýrslunni. Jákvæð umhverfisáhrif felist í talsvert skertum útblæstri gróðurhúsalofttegunda með minnkandi akstri bíla sem nota jarðefniseldsneyti. Við hönnun verði meðal annars litið til loftgæða, hávaða og titrings, landslags og sjónrænna áhrifa. Þá verði lagt mat á félagsleg áhrif á borð við ferðamynstur, útivist, ferðaþjónustu, landnotkun og skipulagsmál.Stefán Jón Hafstein er einn margra sem lýst hefur efasemdum á samfélagsmiðlum um kosti hraðlestar.vísir/pjetur„Félagslegur ávinningur af lestinni hefur verið reiknaður út, með tilliti til umhverfisráhrifa og ágóða notenda og aukins öryggis í umferðinni,“ segir í skýrslunni. Miðgildi úr spám geri ráð fyrir að á þrjátíu árum verði ávinningurinn fyrir notendur, samfélagið og almenning um 368 milljónir evra – sem svarar til um 52 milljarða króna. „Spáin lítur eingöngu til notenda, félagslegs ávinnings varðandi öryggismál og umhverfisáhrif og taps á skatttekjum af jarðefnaeldsneyti vegna minnkandi bílaumferðar,“ segir í skýrslunni sem unnin er af RRV Consulting. Efasemdir hafa komið fram um hraðlestarverkefnið á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Til dæmis frá Stefáni Jóni Hafstein, starfsmanni Þróunarsamvinnustofnunar, sem kveðst fara oft um Keflavíkurflugvöll. Stefán bendir meðal annars á þægindi einkabíla og segir þá og rútur auk þess væntanlega almennt verða orðnar rafknúnar þegar lestin eigi að fara af stað árið 2024. „Vatnsmýrin er í fæstum tilvikum endastöð íslenskra og erlendra ferðamanna heldur lykkja á leið þeirra,“ segir Stefán í ítarlegri færslu um málið á síðu sinni á Facebook. Stefán leggur til aðra lausn. „Með því að kaupa fjölda rafknúinna léttvagna og gera sérstaka akrein fyrir þá 30 kílómetra leið millli KEF og Hafnarfjarðar og þaðan með ólíkum leiðum á ýmsa staði strax árið 2016-17 má koma upp víðtæku umhverfisvænu og frekar ódýru dreifikerfi um allt höfuðborgarsvæðið á einu bretti. Bingó.“
Tengdar fréttir Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00 Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. 15. desember 2015 07:00
Hraðlestin til Keflavíkurflugvallar sögð skila 13 milljörðum á fyrsta ári Félagið sem nú leitar fjárfesta að hraðlest til Keflavíkurflugvallar áætlar að lestin rúlli af stað árið 2024 og skili 13,5 milljarða króna tekjum á fyrsta ári. Fargjöld verða 1.000 til 4.300 krónur með 3.100 króna meðalfargjald 16. desember 2015 07:00