Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira