Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira