Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 15:44 Fyrirhugaðar eru breytingar á námslánakerfi LÍN. Vísir/Valli Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að við fyrstu sýn líti fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN sem kynntar voru í dag vel út. Að öllum líkindum muni þær koma sér vel fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands. „Við fyrstu sýn lítur þetta betur út en núverandi kerfi,“ segir Kristófer Már en Stúdentaráð fékk kynningu á fyrirhuguðum breytingum í gær. „Ég held að flestir séu sammála um það að fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands líti þetta mjög vel út. Fyrir nemendur HÍ er að öllum líkindum betra að fá svona beina styrki þar sem þeir fá að öllum líkindum lægstu lánin.“Samkvæmt frumvarpi Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. Geta námsmenn ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta.Sjá einnig: Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk„Það er frábært að hægt sé að fá námsstyrki án þess að taka lán sem er ekki inn í núverandi kerfi,“ segir Kristófer sem bendir á að líklegt sé að breytingarnar verði til þess að þörf nemenda til þess að vinna með háskólanámi minnki. „Ég tel að þetta hafi þau áhrif að þau sem þurfa að vinna með námi geti nú unnið minna og tekið styrkinn,“ segir Kristófer. „Einnig ættu þau sem ekki þurfa mikil lán núna að geta látið styrkinn duga.“ Kristófer bendir þó að Stúdentaráð hafi ekki fengið frumvarpið um breytingarnar í hendurnar, aðeins kynninguna frá því í gær. Stúdentaráð muni fara betur ofan í saumana á því til þess að sjá hvort einhverjir leyndir gallar leynist í því. Tengdar fréttir Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að við fyrstu sýn líti fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN sem kynntar voru í dag vel út. Að öllum líkindum muni þær koma sér vel fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands. „Við fyrstu sýn lítur þetta betur út en núverandi kerfi,“ segir Kristófer Már en Stúdentaráð fékk kynningu á fyrirhuguðum breytingum í gær. „Ég held að flestir séu sammála um það að fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands líti þetta mjög vel út. Fyrir nemendur HÍ er að öllum líkindum betra að fá svona beina styrki þar sem þeir fá að öllum líkindum lægstu lánin.“Samkvæmt frumvarpi Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. Geta námsmenn ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta.Sjá einnig: Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk„Það er frábært að hægt sé að fá námsstyrki án þess að taka lán sem er ekki inn í núverandi kerfi,“ segir Kristófer sem bendir á að líklegt sé að breytingarnar verði til þess að þörf nemenda til þess að vinna með háskólanámi minnki. „Ég tel að þetta hafi þau áhrif að þau sem þurfa að vinna með námi geti nú unnið minna og tekið styrkinn,“ segir Kristófer. „Einnig ættu þau sem ekki þurfa mikil lán núna að geta látið styrkinn duga.“ Kristófer bendir þó að Stúdentaráð hafi ekki fengið frumvarpið um breytingarnar í hendurnar, aðeins kynninguna frá því í gær. Stúdentaráð muni fara betur ofan í saumana á því til þess að sjá hvort einhverjir leyndir gallar leynist í því.
Tengdar fréttir Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31