Þrjú þúsund á hverju kvöldi í norðurljósaferð Þórdís Valsdóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu. vísir/GVA Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira