Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 05:00 Það kom mörgum á óvart þegar Davíð Oddsson tilkynnti um forsetaframboð sitt í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni á sunnudaginn. Hann og Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi hittust við það tilefni. Fréttablaðið/Ernir Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira