Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2016 05:00 Það kom mörgum á óvart þegar Davíð Oddsson tilkynnti um forsetaframboð sitt í þættinum Sprengjusandi á Bylgjunni á sunnudaginn. Hann og Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi hittust við það tilefni. Fréttablaðið/Ernir Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum. Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Nærri sjö af hverjum tíu sem afstöðu taka, eða 69 prósent, myndu kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudagskvöld. Davíð Oddsson, sem kemst næst Guðna í fylgi, nýtur stuðnings 13,7 prósent þeirra sem afstöðu taka en Andri Snær Magnason er á hæla Davíðs með 10,7 prósent fylgi. Á mánudagsmorgun tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að hann hefði endurskoðað ákvörðun sína. Núna hyggst hann ekki bjóða sig fram aftur í kosningunum 25. júní. Ákvörðunina tók hann eftir að Fréttablaðið birti könnun á fimmtudaginn í síðustu viku sem sýndi að 38 prósent studdu Guðna en 45 prósent Ólaf Ragnar. Um helgina tók svo Davíð Oddsson þá ákvörðun að bjóða sig fram.„Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sinni. Engu að síður segjast 3,2 prósent þeirra sem afstöðu taka að þeir myndu kjósa Ólaf Ragnar. Einungis eitt prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Höllu Tómasdóttur, en hún nýtur mest stuðnings allra kvenna. Stuðningur við efstu þrjá frambjóðendur er ólíkur milli kynja og aldurshópa. Guðni nýtur ívið meiri stuðnings meðal kvenna en karla eða 72,2 prósent á móti 65,7 prósentum. Það á einnig við um Andra Snæ sem nýtur stuðnings 13,1 prósent kvenna en 8,3 prósent karla. Davíð Oddsson nýtur hins vegar talsvert meiri stuðnings karla en kvenna, eða 18,8 prósent á móti 8,6 prósentum. Fylgi við Guðna er nokkuð jafnt skipt milli þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára og þeirra sem eru 50 ára og eldri. Aftur á móti er fylgi Andra Snæs talsvert meira á meðal þeirra sem eru 18-49 ára en þeirra sem eru 50 ára og eldri, eða 13,8 prósent á móti 6,6 prósentum. Davíð Oddsson nýtur hins vegar meira fylgis meðal þeirra sem eru 50 ára og eldri en þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára, eða 17,2 prósentum á móti 11 prósentum.
Forsetakosningar 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira