Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2016 14:03 Woody Allen ásamt leikurum Café Society, Corey Stall, Blake Lively, Kristen Stewart, Jesse Eisenberg og formanni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Pierre Lescure Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“ Mál Woody Allen Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“
Mál Woody Allen Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“