Danir sendu tríóið Lighthouse X í keppnina í ár með
lagið Soldiers Of Love en veðbankar eru ekki bjartsýnir fyrir hönd frænda okkar.
Er talið að þeir muni sitja eftir ásamt Georgíu, Makedóníu, Hvíta Rússlandi, Írlandi, Slóveníu, Albaníu og Sviss.
Norðmönnum er hins vegar spáð upp úr riðlinum ásamt Úkraínu, Ástralíu, Serbíu, Lettlandi, Belgíu, Ísrael, Búlgaríu, Litháen og Póllandi.
Síðastliðinn þriðjudag féllu bæði Finnar og Íslendingar úr leik. Rætist spá veðbanka verða Norðmenn og Svíar því einu fulltrúar Norðurlandaþjóðanna í úrslitunum á laugardag.