Lífið

Erlendir blaðamenn ósáttir um örlög Gretu: „Þetta er mjög ósanngjarnt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ekki sáttir við niðurstöðuna.
Ekki sáttir við niðurstöðuna. vísir
Erlendir blaðamenn spöruðu ekki stóru orðin eftir fyrstu undankeppni Eurovision í Stokkhólmi í gærkvöldi, en eins og flestir vita eru Íslendingar ekki með á laugardaginn.

Blaðamenn voru upp til hópa ósáttir við þessa niðurstöðu, en Greta Salóme hefur verið að skora hátt hjá 95% blaðamanna hér í Stokkhólmi.

„Ég er mjög vonsvikinn, Greta stóð sig frábærlega með lag sem er á ensku, samið með allt í huga, hafði frábæran boðskap, fallega framsett, jafnvel þótt önnur lönd kæmu á undan,“ segir Evan Spence frá Bretlandi og bætir við að hafi verið óíþróttamanslegt af öðrum löndum að bæta inní atriðið sitt vængjum í grafík, þegar það var ljóst í undankeppninni á Íslandi að Greta færi þegar með varpaða grafík.

Blaðamenn telja Rússana vera með sigurstranglegasta lagið í keppninni í ár. Frakkarnir koma fast á hæla þeirra, ásamt Áströlum og Úkraínu.

Hér að neðan má sjá viðtal við blaðamennina í dag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×