Panta pláss fyrir skemmtiferðaskip tíu ár fram í tímann Óli Kristján Ármannson skrifar 14. maí 2016 07:00 Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse er væntanlegt til Reykjavíkur á þriðjudag. Í skipinu eru meðal annars spilavíti, leikhús, kvikmyndasalur, listagallerí, bókasafn, sundlaugar og fjöldi veitingastaða. vísir/pjetur Ein útgerð skemmtiferðaskipa hefur þegar pantað bryggjupláss í Reykjavík eftir tíu ár, samkvæmt upplýsingum frá TVG-Zimsen. Árið 2026 er því spáð að næsti sólmyrkvi verði við Ísland. Komum skemmtiferðaskipa hingað til lands hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár, en frá því á árunum fyrir hrun hefur tvöfaldast sá fjöldi ferðamanna sem hingað kemur með skemmtiferðaskipum. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er gert ráð fyrir að aukning frá síðasta ári nemi 4,6 prósentum, fari úr 108 skipum í fyrra í 113 skipakomur í ár. Þá gera áætlanir ráð fyrir því að farþegar með skipunum verði á þessu ári 108.900 talsins, en það er aukning um 8,7 prósent frá fyrra ári. „Segja má að árleg vertíð skemmtiferðaskipa sé að hefjast fyrir alvöru með komu Celebrity Eclipse,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað koma. Skipið er væntanlegt til Akureyrar á sunnudag, en þaðan siglir það vestur fyrir land með viðkomu á Ísafirði á mánudag. Til Reykjavíkur kemur skipið svo á þriðjudag. Skipið er með þeim stærstu sem hingað koma, 122.000 brúttótonn alls og 300 metra langt. Með því koma 2.850 farþegar og 1.200 manna áhöfn. Að sögn Jóhanns var skemmtiferðaskipið Magellan hins vegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, en það hefur komið tvívegis til landsins í ár. „Við sjáum fram á mjög viðburðarríkt sumar,“ segir Jóhann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ein útgerð skemmtiferðaskipa hefur þegar pantað bryggjupláss í Reykjavík eftir tíu ár, samkvæmt upplýsingum frá TVG-Zimsen. Árið 2026 er því spáð að næsti sólmyrkvi verði við Ísland. Komum skemmtiferðaskipa hingað til lands hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár, en frá því á árunum fyrir hrun hefur tvöfaldast sá fjöldi ferðamanna sem hingað kemur með skemmtiferðaskipum. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er gert ráð fyrir að aukning frá síðasta ári nemi 4,6 prósentum, fari úr 108 skipum í fyrra í 113 skipakomur í ár. Þá gera áætlanir ráð fyrir því að farþegar með skipunum verði á þessu ári 108.900 talsins, en það er aukning um 8,7 prósent frá fyrra ári. „Segja má að árleg vertíð skemmtiferðaskipa sé að hefjast fyrir alvöru með komu Celebrity Eclipse,“ segir Jóhann Bogason, framkvæmdastjóri Gáru, dótturfélags TVG-Zimsen, en fyrirtækið þjónustar flest skemmtiferðaskip sem hingað koma. Skipið er væntanlegt til Akureyrar á sunnudag, en þaðan siglir það vestur fyrir land með viðkomu á Ísafirði á mánudag. Til Reykjavíkur kemur skipið svo á þriðjudag. Skipið er með þeim stærstu sem hingað koma, 122.000 brúttótonn alls og 300 metra langt. Með því koma 2.850 farþegar og 1.200 manna áhöfn. Að sögn Jóhanns var skemmtiferðaskipið Magellan hins vegar fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, en það hefur komið tvívegis til landsins í ár. „Við sjáum fram á mjög viðburðarríkt sumar,“ segir Jóhann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira