ÁTVR og ISAVIA gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á áfengiskvóta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. maí 2016 11:22 Margir nýta tækifærið við komuna til landsins og versla tollfrjálsan varning. Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira