ÁTVR og ISAVIA gagnrýna fyrirhugaðar breytingar á áfengiskvóta Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. maí 2016 11:22 Margir nýta tækifærið við komuna til landsins og versla tollfrjálsan varning. Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA, rekstraraðila Fríhafnarinnar, hafa efasemdir um ágæti nýs frumvarps Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem gerir viðskiptavinum kleift að kaupa áfengi í fríhöfninni eftir tegundum í stað þess að vera bundinn við að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Þá telur Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR og Vínbúðanna, frumvarpið ekki nægilega vel ígrundað. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is. Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að búast megi við að þessar nýju reglur verði til þess að sala Vínbúðanna minnki um 1 til 2 prósent og tekjur ríkisins af áfengisgjaldi dragist saman um 200 milljónir en að búist sé við að tekjur af aukinni sölu í komuversluninni muni vega upp á móti. Eins og staðan er í dag þá þurfa þeir sem fara í gegnum fríhöfnina að fara eina af fimm mismunandi leiðum til þess að fullnýta þann áfengiskvóta sem hverjum farþega er sjálfvirkt úthlutaður við komuna til landsins. Þessar fimm mismunandi leiðir eru fengnar út fá lögum um tollfrjáls kaup á áfengi. Frumvarp fjármálarráðherra felur í sér að miðað er við einingar í staðinn, nánar tiltekið að hver ferðamaður megi versla sex einingar. Hér má sjá samsetningarnar sem í boði eru samkvæmt lögunum sem nú gilda.Vísir/ÁTVR„Samkvæmt frumvarpinu telst 1 eining vera; 3 lítrar af bjór, ein 0,75 cl léttvínsflaska eða 0,25 cl af sterku áfengi (meira en 22%). Hálfs lítra kippa af bjór verður þá ein eining og flaska með einum lítra af sterku áfengi er þá 4 einingar. Í frumvarpinu er einnig gerð sú breyting að miða magn af léttvíni við hefðbundnar vínflöskur sem eru 0,75 cl en ekki 1 lítri líkt og gert er í dag,“ segir á vefsíðunni Túristi.is. „ÁTVR telur frumvarpið ekki nægilega ígrundað og gerir athugasemdir við að í engu sé vikið að afleiðingum þess fyrir lýðheilsu, en slík sjónarmið eru tvímælalaust grundvöllurinn að áfengisstefnu í landinu,“ segir í umsögn ÁTVR um frumvarpið. Bent er á að með breytingunum sem felast í frumvarpinu mega farþegar kaupa meira af sterku áfengi. Þó er tekið undir það að breytingarnar auðveldi starfsfólki lífið. „Að mati ÁTVR er hér um að ræða stefnubreytingu í andstöðu við lýðheilsusjónarmið. ÁTVR telur sjálfsagt að auka valfrelsi neytenda, þó án þess að auka heimildirnar - sérstaklega að því er varðar sterka áfengið.“ Hér má sjá breytingarnar sem gerðar eru í frumvarpinu.Forsvarsmenn ISAVIA telja að það sé misskilingur að áfengissala komi til með að aukast með breytingunum. Í umsögn félagsins er meðfylgjandi tafla birt og bent á að með breytingunum skerðist ákveðnar samsetningar talsvert. Samkvæmt gögnum ISAVIA eru þetta þær samsetningar sem flestir farþegar nýta sér. „Nýja tillagan býður upp á mun meiri sveigjanleika í kaupum milli flokka en nú er, sem er jákvætt, en það eitt og sér mun ekki leiða til þeirrar aukningar í sölu sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Til að Fríhöfnin nái þeirri söluaukningu sem nauðsynleg er til að tryggja góðan rekstur eftir mikla hækkun á áfengisgjaldi og ef panta og sækja þjónustan verður óheimil í komuverslun væri æskilegt að það yrði einhver aukning í tollkvótanum.“ ISAVIA leggur til að ein eining af sterku áfengi verði 0,5 I í stað 0,25 I. „Og jafnvel að hámarks kaup á sterku áfengi verði 1 líter, þannig að ekki sé hægt að ráðstafa öllum kvótanum í sterkt áfengi,“ er bætt við í umsögninni.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira