Fjárfesta fyrir tuttugu milljarða Snærós Sindradóttir skrifar 18. maí 2016 07:00 Sjálfvirkni við farangur hefur aukist mjög og töskufæribönd verða lengd. Það er liður í aukinni skilvirkni. vísir/GVA Hefja á framkvæmdir fyrir tuttugu milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár. Framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í stjórn Isavia og bætast fyrirhuguð mannvirki við þá aðstöðu sem tekin hefur verið í notkun frá því í fyrrasumar og kostaði um tíu milljarða króna. Samtals hefur stjórn Isavia samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Framkvæmdirnar nema um 1 prósenti af vergri landsframleiðslu, sé miðað við spá Seðlabanka Íslands fyrir árið 2016. Til samanburðar má nefna að ríkisstjórnin hefur sett 2,5 milljarða króna í uppbyggingu ferðamannastaða frá árinu 2013 með framlagi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Uppbygging ríkisins er sem sagt ríflega tólf prósent af þeirri upphæð sem Isavia hyggst verja í framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Það var gerð farþegaspá árið 2014. Sú farþegaspá hefur greinilega verið mikið vanmat því við erum að enda í svipaðri tölu í ár og við spáðum árið 2020,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia. „Þess vegna erum við að ráðast í þessar fjárfestingar töluvert hraðar en áætlað var. Allt passar þetta samt inn í þróunarskipulag Keflavíkurflugvallar.“ Hlynur segir að eftir framkvæmdirnar í ár verði Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar, og taki til dæmis fram úr flugvellinum í Gautaborg. Eftir standi flugvellir höfuðborganna; Kaupmannahafnar, Óslóar, Helsinki og Stokkhólms. „Það sem farþeginn mun taka sérstaklega eftir er að við erum búin að fjárfesta í sjálfvirknivæðingu fyrir samtals 500 milljónir. Fleiri flugfélög fara í sjálfinnritunarstöðvar svo traffíkin gengur mun hraðar,“ segir Hlynur. Jafnframt muni fleiri flugfélög taka upp fyrirkomulag þar sem farþegar skila sjálfir farangri til innritunar án aðstoðar starfsmanns.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia.„Í fyrra var mjög þröngt í komusalnum. Við stækkuðum þann sal um 800 fermetra. Sömuleiðis þurftum við að lengja töskuböndin og erum að fara að stækka töskusalinn um aðra 800 fermetra. Á verslunarsvæðinu vorum við ekki búin að koma fyrir nægilegum fjölda sæta. Þó að það verði þröngt setið munum við koma upp 200 fleiri sætum,“ segir Hlynur. Þrátt fyrir þetta mun Isavia lengja innritunartímann og hvetja farþega til að mæta fyrr á völlinn. „Farþegar hafa vanið sig í mörg ár á að koma tveimur tímum fyrr. Við viljum að innritun sé alltaf opin tveimur og hálfum tíma fyrr svo menn séu ekki að lenda í vandræðum ef það eru stórir dagar.“ Hlynur segir Isavia öruggt um að farþegum muni áfram fjölga um flugvöllinn á næstu tveimur árum. Fyrirtækið fari ekki á hausinn þótt ýtrustu spár bregðist. „Þessar fjárfestingar eru til langs tíma. Þó það komi dýfa þá mun sú fjárfesting nýtast. Þróunarskipulagið er sett þannig upp næstu 5 til 25 ár að við munum gera þetta í þeim áföngum sem Isavia ræður við.“ Isavia kynnir áform sín á morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Hefja á framkvæmdir fyrir tuttugu milljarða króna á Keflavíkurflugvelli í ár. Framkvæmdirnar hafa verið samþykktar í stjórn Isavia og bætast fyrirhuguð mannvirki við þá aðstöðu sem tekin hefur verið í notkun frá því í fyrrasumar og kostaði um tíu milljarða króna. Samtals hefur stjórn Isavia samþykkt framkvæmdir við flugvöllinn fyrir þrjátíu milljarða króna á næstu tveimur árum, eða til ársins 2018. Framkvæmdirnar nema um 1 prósenti af vergri landsframleiðslu, sé miðað við spá Seðlabanka Íslands fyrir árið 2016. Til samanburðar má nefna að ríkisstjórnin hefur sett 2,5 milljarða króna í uppbyggingu ferðamannastaða frá árinu 2013 með framlagi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Uppbygging ríkisins er sem sagt ríflega tólf prósent af þeirri upphæð sem Isavia hyggst verja í framkvæmdir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Það var gerð farþegaspá árið 2014. Sú farþegaspá hefur greinilega verið mikið vanmat því við erum að enda í svipaðri tölu í ár og við spáðum árið 2020,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia. „Þess vegna erum við að ráðast í þessar fjárfestingar töluvert hraðar en áætlað var. Allt passar þetta samt inn í þróunarskipulag Keflavíkurflugvallar.“ Hlynur segir að eftir framkvæmdirnar í ár verði Keflavíkurflugvöllur fimmti stærsti flugvöllur Norðurlanda hvað farþegafjölda varðar, og taki til dæmis fram úr flugvellinum í Gautaborg. Eftir standi flugvellir höfuðborganna; Kaupmannahafnar, Óslóar, Helsinki og Stokkhólms. „Það sem farþeginn mun taka sérstaklega eftir er að við erum búin að fjárfesta í sjálfvirknivæðingu fyrir samtals 500 milljónir. Fleiri flugfélög fara í sjálfinnritunarstöðvar svo traffíkin gengur mun hraðar,“ segir Hlynur. Jafnframt muni fleiri flugfélög taka upp fyrirkomulag þar sem farþegar skila sjálfir farangri til innritunar án aðstoðar starfsmanns.Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia.„Í fyrra var mjög þröngt í komusalnum. Við stækkuðum þann sal um 800 fermetra. Sömuleiðis þurftum við að lengja töskuböndin og erum að fara að stækka töskusalinn um aðra 800 fermetra. Á verslunarsvæðinu vorum við ekki búin að koma fyrir nægilegum fjölda sæta. Þó að það verði þröngt setið munum við koma upp 200 fleiri sætum,“ segir Hlynur. Þrátt fyrir þetta mun Isavia lengja innritunartímann og hvetja farþega til að mæta fyrr á völlinn. „Farþegar hafa vanið sig í mörg ár á að koma tveimur tímum fyrr. Við viljum að innritun sé alltaf opin tveimur og hálfum tíma fyrr svo menn séu ekki að lenda í vandræðum ef það eru stórir dagar.“ Hlynur segir Isavia öruggt um að farþegum muni áfram fjölga um flugvöllinn á næstu tveimur árum. Fyrirtækið fari ekki á hausinn þótt ýtrustu spár bregðist. „Þessar fjárfestingar eru til langs tíma. Þó það komi dýfa þá mun sú fjárfesting nýtast. Þróunarskipulagið er sett þannig upp næstu 5 til 25 ár að við munum gera þetta í þeim áföngum sem Isavia ræður við.“ Isavia kynnir áform sín á morgunverðarfundi á Hótel Reykjavík Natura í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira