Kemur í hlut nýs forseta að stimpla ríkisstjórnina út Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2016 12:30 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær Vísir/GVA Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Forseti Alþingis segir Alþingi hafa starfað vel að undanförnu og vonast til að svo verði áfram á sumarþingi. En samkomulag tókst í forsætisnefnd Alþingis í gær um tilhögun þingstarfa á næstu vikum og í ágúst. Það kemur í hlut nýkjörins forseta Íslands að stimpla út ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar og líkur á að alþingiskosningar fari fram annað hvort 15. eða 22. otóber. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis segir að á undanförnum vikum hafi tilhögun þingstarfa verið rædd á formannafundum og á vettvangi forsætisnefndar þar sem samkomulag tókst síðan í gær. Útgangspunkturinn þar sé að kosningar fari fram í október. „Við verðum með þingfundi lengur en til stóð eða fram í júní byrjun. Síðan munu nefndir starfa í annarri viku júnímánaðar,“ segir Einar. Þá muni þing koma saman á ný hinn 10. ágúst samkvæmt þingskapalögum og nefndir taka til starfa. Með samkomulaginu sé lagður grunnur að því að ljúka sem flestum málum fyrir kosningar. „Þannig að við getum síðan tekið þau til umræðu í ágústmánuði. Það verða stífir þingfundir í ágúst og rétt fram í septemberbyrjun.“Gefur þetta einhver fyrirheit um að kjördagur geti orðið annað hvort 15. eða 22. október miðað við 45 daga frest?„Ég treysti mér í sjálfu sér ekki til að segja neitt til um það. Það er auðvitað þannig að eftir að þingrof hefur verið ákvarðað verða þingkosningar að fara fram eigi síðar en 45 dögum síðar,“ segir forseti Alþingis. Samkomulagið um þingstörfin séu í sjálfu sér ekki vísbending um kjördag en samkomulagið taki mið af því að kosið verði í október. Ákvörðun um þingrof sé tekin á öðrum vettvangi. „Þingstörf hafa gengið mjög vel núna síðustu vikurnar. Þingið hefur staðið mjög vel að sínum störfum. Það hafa verið málefnalegar umræður. Þingið hefur verið að afgreiða ýmis mál, bæði stór og smá. Þannig að ég tel að þingið hafi sýnt styrk á þessum síðustu vikum,“ segir Einar. Það séu síðan forsætisráðherra og forseti Íslands sem taki ákvörðun um þingrof en það geti að sjálfsögðu gerst með samkomulagi milli stjórnmálaflokkanna. Forsetakosningar fara fram hinn 25. júní og nýr forseti verður settur í embætti hinn 1. ágúst.Það verður þá ljóst að það verður nýr forseti sem skrifar undir þingrofið með forsætisráðherra?„Já, það má gera ráð fyrir því og er auðvitað augljóst að svo verði,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira