Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2016 09:00 Þyrluferðir auðmanna að gosstöðvunum í Holuhrauni vöktu enga hrifningu yfirvalda hérlendis. vísir/Auðunn Þyrluflugmaður sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun neitar alfarið sök. Flaug þyrluflugmaðurinn í september og október með farþega inn á gossvæðið í Holuhrauni. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Þyrluflugmanninum, sem þá vann fyrir Reykjavík Helicopters, er gert að sök að hafa dagana 2. og 4. september og 5. október lent þyrlu fyrirtækisins innan bannsvæðis sem lögreglustjórarnir á Akureyri og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna almannahættu. Flugmaðurinn hleypti farþegum úr þyrlunni. Þyrluflugmaðurinn játaði fyrir dómi að hafa lent þyrlunni innan umrædds svæðis. Hann bar fyrir sig að hafa ekki vitað af banni við flugumferð inn á svæðið. Engar tilkynningar hefðu borist frá flugmálayfirvöldum um bann við lendingum í grennd við gosstöðvarnar. Bannið hefði því ekki farið lögformlegar leiðir að flugmönnum. Þeir hefðu ekki getað á þessum tíma verið að leita að upplýsingum á „einhverjum heimasíðum“.„Vatn rennur ekki upp í móti“Hins vegar kvaðst þyrluflugmaðurinn hafa nýtt reynslu sína til að meta hættu af því að lenda á svæðinu. „Vitandi það að gas berst ekki á móti vindi og vatn rennur ekki upp í móti er hægt að nýta reynslu sína í að lágmarka alla áhættu,“ sagði þyrluflugmaðurinn fyrir dóminum. „Einnig er mun öruggara að vera á svæðinu á þyrlu sem fer í loftið á innan við tveimur mínútum í stað jeppa ef flóðahætta er yfirvofandi,“ bætti hann við. Ákæruvaldið féllst ekki á þessi rök þyrluflugmannsins. Umrætt svæði hefði verið lokað allri umferð, hvernig svo sem einstaklingar kæmu sér inn á svæðið. Það ætti við um þyrluflugmenn eins og aðra. Þá hefði flugmaðurinn ekki athugað hvort farþegar hans hefðu leyfi til að fara inn á svæðið.Víðir ReynissonLögreglumenn urðu fyrir gaseitrun Víðir Reynisson, fyrrverandi deildarstjóri Almannavarna ríkisins, sagði fyrir dómi að allar mögulegar leiðir hefðu verið notaðar til að dreifa tilkynningum um lokanir á svæðinu og mönnum væri lítil vorkunn að leita sér upplýsinga á heimasíðu Almannavarna þegar eldsumbrot eins og eldgosið í Holuhrauni væri annars vegar. Lokanir hefðu verið ákveðnar í samráði við fjölda vísindamanna í þeim tilgangi að tryggja öryggi einstaklinga. Mönnum stafaði hætta af þremur ástæðum. Sprengihætta ef gosið færði sig undir jökul og úr yrði mikið sprengigos með öskufalli, hamfaraflóði í kjölfar eldgoss undir jökli og vegna eitraðra gastegunda í andrúmslofti. Víðir sagði fyrir dómi geta staðfest það með fullri vissu að tveir lögreglumenn sem höfðu verið að störfum á gossvæðinu veturinn 2014-2015 hefðu orðið fyrir gaseitrun á svæðinu. Í því tilfelli hafi eitraðar gastegundir rutt í burtu súrefni á mjög skömmum tíma og lögreglumennirnir þannig hætt komnir við störf sín. Þeir hafi verið fluttir af svæðinu og undir læknishendur. Einnig sagðist Víðir hafa heimildir fyrir því að ljósmyndarar að störfum við gosjaðarinn hefðu einnig orðið fyrir eitrun en gæti ekki staðfest það. Það hafi verið mat Almannavarna að aðstæður á gossvæðinu við Holuhraun hafi verið mjög varhugaverðar og því hafi verið gripið til þeirra ráða að loka svæðinu alfarið og enginn kæmist inn á svæðið nema með undanþágum. Gilti þá engu um það hvort farið væri inn á svæðið á þyrlu eða snjósleða; öll umferð hafi verið bönnuð á svæðinu.A screenshot from the video.photo/instagram/auðunnMilljarðamæringar fengu flug að gosstöðvunumÞann 5. október, í síðustu ferð sem flugmaðurinn er kærður fyrir, flaug hann með konu að nafni Goga Ashkenazi og hennar fylgdarliði, lenti við hraunjaðarinn í Holuhrauni og hleypti út farþegunum þar sem þau dönsuðu og skemmtu sér í dágóða stund. Goga setti síðan myndband á instagram síðu sína þar sem hún sést spóka sig um svæðið og augljóst er að hún er á bannsvæði samkvæmt myndunum. Goga Ashkenazi er milljarðamæringur frá Kasakstan. Faðir hennar var fulltrúi í sovéska kommúnistaflokknum á valdatíma Gorbatsjev. Hún rekur ásamt systur sinni mjög stórt gasfyrirtæki í heimalandi sínu sem og að reka Vionnet tískuhúsið í Mílanó á Ítalíu, sem hún tók yfir á eitt hundrað ára stofnafmæli tískuhússins. Life consists of moments! THese mattered to me!.....Happy to share them with YOU!!!! #momentsthatmatter #lovinglife #alwaysonahigh #inspirationtrip #tripofalifetime #instamoment #vionnet #vionnet_paris #vionneteverywhere A video posted by Goga Ashkenazi (@goga_vionnet) on Oct 7, 2014 at 2:48pm PDT Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Þyrluflugmaður sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun neitar alfarið sök. Flaug þyrluflugmaðurinn í september og október með farþega inn á gossvæðið í Holuhrauni. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Þyrluflugmanninum, sem þá vann fyrir Reykjavík Helicopters, er gert að sök að hafa dagana 2. og 4. september og 5. október lent þyrlu fyrirtækisins innan bannsvæðis sem lögreglustjórarnir á Akureyri og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna almannahættu. Flugmaðurinn hleypti farþegum úr þyrlunni. Þyrluflugmaðurinn játaði fyrir dómi að hafa lent þyrlunni innan umrædds svæðis. Hann bar fyrir sig að hafa ekki vitað af banni við flugumferð inn á svæðið. Engar tilkynningar hefðu borist frá flugmálayfirvöldum um bann við lendingum í grennd við gosstöðvarnar. Bannið hefði því ekki farið lögformlegar leiðir að flugmönnum. Þeir hefðu ekki getað á þessum tíma verið að leita að upplýsingum á „einhverjum heimasíðum“.„Vatn rennur ekki upp í móti“Hins vegar kvaðst þyrluflugmaðurinn hafa nýtt reynslu sína til að meta hættu af því að lenda á svæðinu. „Vitandi það að gas berst ekki á móti vindi og vatn rennur ekki upp í móti er hægt að nýta reynslu sína í að lágmarka alla áhættu,“ sagði þyrluflugmaðurinn fyrir dóminum. „Einnig er mun öruggara að vera á svæðinu á þyrlu sem fer í loftið á innan við tveimur mínútum í stað jeppa ef flóðahætta er yfirvofandi,“ bætti hann við. Ákæruvaldið féllst ekki á þessi rök þyrluflugmannsins. Umrætt svæði hefði verið lokað allri umferð, hvernig svo sem einstaklingar kæmu sér inn á svæðið. Það ætti við um þyrluflugmenn eins og aðra. Þá hefði flugmaðurinn ekki athugað hvort farþegar hans hefðu leyfi til að fara inn á svæðið.Víðir ReynissonLögreglumenn urðu fyrir gaseitrun Víðir Reynisson, fyrrverandi deildarstjóri Almannavarna ríkisins, sagði fyrir dómi að allar mögulegar leiðir hefðu verið notaðar til að dreifa tilkynningum um lokanir á svæðinu og mönnum væri lítil vorkunn að leita sér upplýsinga á heimasíðu Almannavarna þegar eldsumbrot eins og eldgosið í Holuhrauni væri annars vegar. Lokanir hefðu verið ákveðnar í samráði við fjölda vísindamanna í þeim tilgangi að tryggja öryggi einstaklinga. Mönnum stafaði hætta af þremur ástæðum. Sprengihætta ef gosið færði sig undir jökul og úr yrði mikið sprengigos með öskufalli, hamfaraflóði í kjölfar eldgoss undir jökli og vegna eitraðra gastegunda í andrúmslofti. Víðir sagði fyrir dómi geta staðfest það með fullri vissu að tveir lögreglumenn sem höfðu verið að störfum á gossvæðinu veturinn 2014-2015 hefðu orðið fyrir gaseitrun á svæðinu. Í því tilfelli hafi eitraðar gastegundir rutt í burtu súrefni á mjög skömmum tíma og lögreglumennirnir þannig hætt komnir við störf sín. Þeir hafi verið fluttir af svæðinu og undir læknishendur. Einnig sagðist Víðir hafa heimildir fyrir því að ljósmyndarar að störfum við gosjaðarinn hefðu einnig orðið fyrir eitrun en gæti ekki staðfest það. Það hafi verið mat Almannavarna að aðstæður á gossvæðinu við Holuhraun hafi verið mjög varhugaverðar og því hafi verið gripið til þeirra ráða að loka svæðinu alfarið og enginn kæmist inn á svæðið nema með undanþágum. Gilti þá engu um það hvort farið væri inn á svæðið á þyrlu eða snjósleða; öll umferð hafi verið bönnuð á svæðinu.A screenshot from the video.photo/instagram/auðunnMilljarðamæringar fengu flug að gosstöðvunumÞann 5. október, í síðustu ferð sem flugmaðurinn er kærður fyrir, flaug hann með konu að nafni Goga Ashkenazi og hennar fylgdarliði, lenti við hraunjaðarinn í Holuhrauni og hleypti út farþegunum þar sem þau dönsuðu og skemmtu sér í dágóða stund. Goga setti síðan myndband á instagram síðu sína þar sem hún sést spóka sig um svæðið og augljóst er að hún er á bannsvæði samkvæmt myndunum. Goga Ashkenazi er milljarðamæringur frá Kasakstan. Faðir hennar var fulltrúi í sovéska kommúnistaflokknum á valdatíma Gorbatsjev. Hún rekur ásamt systur sinni mjög stórt gasfyrirtæki í heimalandi sínu sem og að reka Vionnet tískuhúsið í Mílanó á Ítalíu, sem hún tók yfir á eitt hundrað ára stofnafmæli tískuhússins. Life consists of moments! THese mattered to me!.....Happy to share them with YOU!!!! #momentsthatmatter #lovinglife #alwaysonahigh #inspirationtrip #tripofalifetime #instamoment #vionnet #vionnet_paris #vionneteverywhere A video posted by Goga Ashkenazi (@goga_vionnet) on Oct 7, 2014 at 2:48pm PDT
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira