Valdimar á fullu í ræktinni: „Fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2016 10:30 Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu. Valdimar hefur lengi glímt við ofþyngd en hefur undanfarið tjáð sig um málefnið og ætlar sér að snúa við blaðinu. Í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi fór Andri Ólafsson, dagskrágerðamaður, í ræktina með Valdimari og fékk að sjá hvernig honum gengi í átakinu. „Fólk hélt að ég væri dáinn og það var nokkuð spes að finna fyrir viðbrögðunum og fólk var að velta þessu fyrir sér á Bjútí Tips,“ segir Valdimar um auglýsingu sem birtist í sjónvarpinu í síðustu viku. Þar voru minningartónleikar hans kynntir til sögunnar en auglýsingin var partur af herferð Íslandsbanka í tengslum við maraþonhlaupið sem fram fer árlega í ágúst. Sjá einnig: Auglýsing um andlát Valdimars var stórlega ýkt„Ég ákvað að taka þátt í hlaupinu eftir þessa eftirminnilegu nótt þar sem ég gat varla andað og dreymdi að ég væri að kafna. Sú nótt opnaði augun mín fyrir þeim vanda sem ég stóð frammi fyrir og ég fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann.“Auglýsingin vakti athygli.vísirÍ dag er Valdimar kominn með einkaþjálfara og mætir reglulega í ræktina út á Seltjarnarnesi. „Þetta hefur gengið ágætlega og ég er kominn í töluvert betra form en ég var í. Takmarkið er að fara þessa tíu kílómetra, en stóra markmiðið er ekkert endilega hlaupið, heldur að verða heilbrigður og lifa heilsusamlegu lífi. Þessa nótt fann ég ákveðinn botn, mér fannst ég vera dauður. Þegar maður er matarfíkill eins og ég, þá þarf maður að finna botninn til að geta spyrnt sér upp aftur.“ Margir í sömu stöðu og Valdimar telja að verkefnið sé einfaldlega of stórt og jafnvel ómögulegt að sigrast á því.Valdimar tekur vel á því í ræktinni.vísir„Þetta er stórt verkefni og á eftir að vera erfitt og taka langan tíma. Maður má bara ekki gefast upp og maður verður að halda áfram. Þetta er bara upp á líf og dauða.“ Sjá einnig: „Nú verður slagurinn tekinn“ Valdimar segist vera matarfíkill og sú barátta sé mjög erfið. „Þetta er dálítið öðruvísi fíkn. Ef þú ert alkóhólisti eða dópisti, þá getur þú bara hætt því. Þú getur hætt því að fá þér þennan hlut, en maður getur ekki hætt að borða. Ég er ekki með níu til fimm vinnu og vinn voðalega mikið bara um helgar og það er rosalega mikil drykkja sem fylgir oft vinnunni minni. Það er mikið sukklíferni sem fylgir þessu og oft gott að grípa í einhvern skyndibita.“Söngvarinn hefur fullt af fólki í kringum sig.vísirValdimar ætlar að byrja hlaupið hlaupandi og reyna að enda það á skokkinu. „Það eru flestir að fylgjast vel með þá og mig langar að líta vel út,“ segir hann léttur. Valdimar segist vera orðinn vanur því að tala um hans stöðu. „Ég er eiginlega hættur að vera feiminn yfir þessu. Ég talaði fyrst um þetta opinberlega við Bubba Morthens og það er einhvern veginn erfitt að vera feiminn við Bubba. Maður verður bara að segja hvað maður er að hugsa við hann. Það er erfitt að standa í þessu einn og þess vegna er ég með fullt af fólki í kringum mig. Ég er með einkaþjálfa, ég er með sálfræðing sem ég hitti og með allskonar fólk sem er að koma með mér í ræktina og með lækni sem hjálpar mér,“ segir hann en Tómas Guðbjartsson, stjörnulæknir, er að aðstoða Valdimar. Valdimar var einmitt mættur með Tómasi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við þá hér að neðan. Efst í fréttinni má sjá innslag Íslands í dag. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu. Valdimar hefur lengi glímt við ofþyngd en hefur undanfarið tjáð sig um málefnið og ætlar sér að snúa við blaðinu. Í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi fór Andri Ólafsson, dagskrágerðamaður, í ræktina með Valdimari og fékk að sjá hvernig honum gengi í átakinu. „Fólk hélt að ég væri dáinn og það var nokkuð spes að finna fyrir viðbrögðunum og fólk var að velta þessu fyrir sér á Bjútí Tips,“ segir Valdimar um auglýsingu sem birtist í sjónvarpinu í síðustu viku. Þar voru minningartónleikar hans kynntir til sögunnar en auglýsingin var partur af herferð Íslandsbanka í tengslum við maraþonhlaupið sem fram fer árlega í ágúst. Sjá einnig: Auglýsing um andlát Valdimars var stórlega ýkt„Ég ákvað að taka þátt í hlaupinu eftir þessa eftirminnilegu nótt þar sem ég gat varla andað og dreymdi að ég væri að kafna. Sú nótt opnaði augun mín fyrir þeim vanda sem ég stóð frammi fyrir og ég fann fyrir því að ég var hræddur við dauðann.“Auglýsingin vakti athygli.vísirÍ dag er Valdimar kominn með einkaþjálfara og mætir reglulega í ræktina út á Seltjarnarnesi. „Þetta hefur gengið ágætlega og ég er kominn í töluvert betra form en ég var í. Takmarkið er að fara þessa tíu kílómetra, en stóra markmiðið er ekkert endilega hlaupið, heldur að verða heilbrigður og lifa heilsusamlegu lífi. Þessa nótt fann ég ákveðinn botn, mér fannst ég vera dauður. Þegar maður er matarfíkill eins og ég, þá þarf maður að finna botninn til að geta spyrnt sér upp aftur.“ Margir í sömu stöðu og Valdimar telja að verkefnið sé einfaldlega of stórt og jafnvel ómögulegt að sigrast á því.Valdimar tekur vel á því í ræktinni.vísir„Þetta er stórt verkefni og á eftir að vera erfitt og taka langan tíma. Maður má bara ekki gefast upp og maður verður að halda áfram. Þetta er bara upp á líf og dauða.“ Sjá einnig: „Nú verður slagurinn tekinn“ Valdimar segist vera matarfíkill og sú barátta sé mjög erfið. „Þetta er dálítið öðruvísi fíkn. Ef þú ert alkóhólisti eða dópisti, þá getur þú bara hætt því. Þú getur hætt því að fá þér þennan hlut, en maður getur ekki hætt að borða. Ég er ekki með níu til fimm vinnu og vinn voðalega mikið bara um helgar og það er rosalega mikil drykkja sem fylgir oft vinnunni minni. Það er mikið sukklíferni sem fylgir þessu og oft gott að grípa í einhvern skyndibita.“Söngvarinn hefur fullt af fólki í kringum sig.vísirValdimar ætlar að byrja hlaupið hlaupandi og reyna að enda það á skokkinu. „Það eru flestir að fylgjast vel með þá og mig langar að líta vel út,“ segir hann léttur. Valdimar segist vera orðinn vanur því að tala um hans stöðu. „Ég er eiginlega hættur að vera feiminn yfir þessu. Ég talaði fyrst um þetta opinberlega við Bubba Morthens og það er einhvern veginn erfitt að vera feiminn við Bubba. Maður verður bara að segja hvað maður er að hugsa við hann. Það er erfitt að standa í þessu einn og þess vegna er ég með fullt af fólki í kringum mig. Ég er með einkaþjálfa, ég er með sálfræðing sem ég hitti og með allskonar fólk sem er að koma með mér í ræktina og með lækni sem hjálpar mér,“ segir hann en Tómas Guðbjartsson, stjörnulæknir, er að aðstoða Valdimar. Valdimar var einmitt mættur með Tómasi í Bítinu á Bylgjunni í morgun og má hlusta á viðtalið við þá hér að neðan. Efst í fréttinni má sjá innslag Íslands í dag.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira