„Nú verður slagurinn tekinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2015 10:15 Valdimar Guðmundsson hefur heillað þjóðina upp úr skónum á undanförnum árum með fallegum söng sínum. Hann vill að sér líði vel á fleiri sviðum en söngsviðinu og ætlar að taka slaginn. vísir/vilhelm Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Valdimar Guðmundsson, segir að það sé nú eða aldrei. Hann þurfi að vita að örlög sín verði ekki að enda einn í kjallaraíbúð og deyja fyrir aldur fram. Hann þurfi að grenna sig, hætta að vera latur og lifa lífinu. Söngvarinn þrítugi lýsir í opinskárri færslu á Facebook hugljómunum sem hann fékk á dögunum þegar hann glímdi við væga lungnabólgu. „Ég áttaði mig á því hversu alvarlegur minn heilsuvandi er og að hann verður bara risa-fokking-stór ef ekkert verður gert. Ég sem sagt sofnaði með mjög stíflaðar nasir og sú nótt var skelfileg. Mig dreymdi alla nóttina að ég gæti ekki andað, það var vegna þess að ég þjáist líka af kæfisvefni og súrefnisinntaka mín þessa nóttina var mjög lítil.“Algjörlega úrvinda Hann segist hafa vaknað úrvinda og það hafi tekið hann dágóðan tíma að ná andanum. „Ég hugsaði að ef ég hefði sofið fastar þá hefði ég hreinlega getað drepið mig óvart í svefni. Það er sem sagt núna eða aldrei. Ég þarf að hugsa um framtíðina. Ég þarf að vita að ég munu ekki enda einn í kjallaraíbúð og deyja fyrir aldur fram. Ég þarf að geta fúnkerað í nútímasamfélagi sem einstaklingur.“ Valdimar er söngvari samnefndrar hljómsveitar úr Reykjanesbæ og er hann löngu búinn að vinna hug og hjörtu allra landsmanna með einstakri söngrödd sinni. Sveitin var stofnuð árið 2009 og alveg frá því að lagið Yfirgefinn kom út árið 2010 hefur sveitin notið gríðarlegrar vinsælda hér á landi. Sveitin fór í tónleikaferðalag um Evrópu á síðasta ári og tókst vel til.Hér að neðan má sjá Valdimar og félaga flytja hið vinsæla lag Yfirgefinn.„Ég vil ekki þurfa að kvíða því í hvert skipti sem ég fer í bíó eða sest í stól af einhverju tagi að hann sé ekki nógu stór eða nógu sterkur. Ég þarf að fara í flug og ekki þurfa að vonast til að sætið við hliðina sé laust svo ég sé ekki að angra greyið manneskjuna sem þarf að sitja við hliðina á mér. Ég þarf að geta hlaupið, punktur.“ Þá segist söngvarinn vilja geta verslað í venjulegum fatabúðum og sömuleiðis vera eftirsóknarverður í augum kvenna. „Sorrý ef þetta hljómar forheimskað og ást á bara að vera í hjartanu og huganum, sem er vissulega rétt, en staðreyndin er bara sú að ef þú átt við alvarleg offituvandamál að stríða eins og ég þá þynnist markaðurinn ansi mikið.“ Söngvarinn segist þurfa öðlast meira sjálfstraust á öllum sviðum nema einu. „Það er skrítið að trúa á sjálfan sig á einum vettvangi en ekki á neinum öðrum. Ég þarf að hætta að vera latur, geta hluti sem þarf að gera í dag og ekki á morgun og skipuleggja mig. Ég þarf að (klisju-alert) vera manneskjan sem ég vil vera, ekki manneskjan sem ég bara nenni að vera. Valdimar hefur unnið til fjölda verðlauna á ferli sínum sem tónlistarmaður og var meðal annars valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra.Valdimar söng lagið Bláu augun þín í þættinum Óskalög þjóðarinnar á RÚV í fyrra.Dreymir um að ferðast um heiminn Hann segist vilja ferðast um heiminn og öðlast þekkingu og víkka sjóndeildarhringinn. „Ég þarf að upplifa nýja hluti. Ég þarf að fokking lifa og til þess þarf ég tíma, og hann mun ég ekki hafa ef ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár.“ Hann segist ekki vera skrifa færsluna til að fá athygli og mun ekki tjá sig nánar við fjölmiðla um málið. „Ég vildi bara koma þessu út til að setja smá pressu á sjálfan mig og ég veit líka að það er fullt af fólki sem mun styðja mig og mér þykir vænt um það. Nú verður slagurinn tekinn.“ Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Fleiri fréttir Sver af sér sviðsettar erjur við Wöhler og „hinn gaurinn“ Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Sjá meira
Einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, Valdimar Guðmundsson, segir að það sé nú eða aldrei. Hann þurfi að vita að örlög sín verði ekki að enda einn í kjallaraíbúð og deyja fyrir aldur fram. Hann þurfi að grenna sig, hætta að vera latur og lifa lífinu. Söngvarinn þrítugi lýsir í opinskárri færslu á Facebook hugljómunum sem hann fékk á dögunum þegar hann glímdi við væga lungnabólgu. „Ég áttaði mig á því hversu alvarlegur minn heilsuvandi er og að hann verður bara risa-fokking-stór ef ekkert verður gert. Ég sem sagt sofnaði með mjög stíflaðar nasir og sú nótt var skelfileg. Mig dreymdi alla nóttina að ég gæti ekki andað, það var vegna þess að ég þjáist líka af kæfisvefni og súrefnisinntaka mín þessa nóttina var mjög lítil.“Algjörlega úrvinda Hann segist hafa vaknað úrvinda og það hafi tekið hann dágóðan tíma að ná andanum. „Ég hugsaði að ef ég hefði sofið fastar þá hefði ég hreinlega getað drepið mig óvart í svefni. Það er sem sagt núna eða aldrei. Ég þarf að hugsa um framtíðina. Ég þarf að vita að ég munu ekki enda einn í kjallaraíbúð og deyja fyrir aldur fram. Ég þarf að geta fúnkerað í nútímasamfélagi sem einstaklingur.“ Valdimar er söngvari samnefndrar hljómsveitar úr Reykjanesbæ og er hann löngu búinn að vinna hug og hjörtu allra landsmanna með einstakri söngrödd sinni. Sveitin var stofnuð árið 2009 og alveg frá því að lagið Yfirgefinn kom út árið 2010 hefur sveitin notið gríðarlegrar vinsælda hér á landi. Sveitin fór í tónleikaferðalag um Evrópu á síðasta ári og tókst vel til.Hér að neðan má sjá Valdimar og félaga flytja hið vinsæla lag Yfirgefinn.„Ég vil ekki þurfa að kvíða því í hvert skipti sem ég fer í bíó eða sest í stól af einhverju tagi að hann sé ekki nógu stór eða nógu sterkur. Ég þarf að fara í flug og ekki þurfa að vonast til að sætið við hliðina sé laust svo ég sé ekki að angra greyið manneskjuna sem þarf að sitja við hliðina á mér. Ég þarf að geta hlaupið, punktur.“ Þá segist söngvarinn vilja geta verslað í venjulegum fatabúðum og sömuleiðis vera eftirsóknarverður í augum kvenna. „Sorrý ef þetta hljómar forheimskað og ást á bara að vera í hjartanu og huganum, sem er vissulega rétt, en staðreyndin er bara sú að ef þú átt við alvarleg offituvandamál að stríða eins og ég þá þynnist markaðurinn ansi mikið.“ Söngvarinn segist þurfa öðlast meira sjálfstraust á öllum sviðum nema einu. „Það er skrítið að trúa á sjálfan sig á einum vettvangi en ekki á neinum öðrum. Ég þarf að hætta að vera latur, geta hluti sem þarf að gera í dag og ekki á morgun og skipuleggja mig. Ég þarf að (klisju-alert) vera manneskjan sem ég vil vera, ekki manneskjan sem ég bara nenni að vera. Valdimar hefur unnið til fjölda verðlauna á ferli sínum sem tónlistarmaður og var meðal annars valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra.Valdimar söng lagið Bláu augun þín í þættinum Óskalög þjóðarinnar á RÚV í fyrra.Dreymir um að ferðast um heiminn Hann segist vilja ferðast um heiminn og öðlast þekkingu og víkka sjóndeildarhringinn. „Ég þarf að upplifa nýja hluti. Ég þarf að fokking lifa og til þess þarf ég tíma, og hann mun ég ekki hafa ef ég held áfram að gera það sem ég hef verið að gera síðastliðin ár.“ Hann segist ekki vera skrifa færsluna til að fá athygli og mun ekki tjá sig nánar við fjölmiðla um málið. „Ég vildi bara koma þessu út til að setja smá pressu á sjálfan mig og ég veit líka að það er fullt af fólki sem mun styðja mig og mér þykir vænt um það. Nú verður slagurinn tekinn.“
Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Fleiri fréttir Sver af sér sviðsettar erjur við Wöhler og „hinn gaurinn“ Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Sjá meira