Bam Margera mættur til að gefa skýrslu vegna árásarinnar á Secret Solstice Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2016 17:14 "Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur,“ segir Sveinn Andri verjandi Margera. Vísir Bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Marger mætti til landsins í dag til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna árásar sem hann varð fyrir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Greint var fyrst frá komu Margera til landsins á DV.is. Málið vakti gífurlega athygli en myndband náðist af því þegar rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Gísli Pálmi Sigurðsson og Egill Ólafur Thorarensen, veittust að Margera laugardaginn 20. júní í fyrra þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice stóð sem hæst í Laugardalnum. Átti árásin sér stað í framleiðsluherbergi sem sett hafði verið upp í Þróttaraheimilinu.Forsvarsmenn Secret Solstice sögðu Bam Margera hafa áreitt tvær konur sem sinntu öryggisgæslu á svæðinu og að þeir sem réðust á hann hefðu verið að koma þeim til bjargar. Margera neitaði því, sagðist hafa verið ákveðinn við konurnar en ekki áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, sem Margera vildi meina að skuldaði sér og hljómsveit sinni The Earth Rocker pening.Sjá einnig: Þverneitar fyrir að hafa áreitt starfsfólk Lögmaður Margera er Sveinn Andri Sveinsson en hann segir lögregla hafa átt eftir að taka formlega skýrslu af honum. Hann sagðist hafa mál Margera að sér fljótlega eftir atvikið kom upp. Margera fór eftirminnilega af landi brott í fyrra án þess að gefa skýrslu því honum leiddist biðin eftir lögreglu. Sveinn Andri segir Margera hafa hitt sérfræðinga í Bandaríkjunum vegna áverka sem hann hlaut eftir árásina. Sveinn segir að ákveðið hafi verið að láta íslenska sérfræðinga skoða Margera og munu þeir skila læknisvottorði til lögreglu. Sveinn Andri segir að kvarnast hafi upp úr kinnbeini Margera, rétt undir auganu. Þá hlaut hann þungt högg á vinstra augað og er jafnvel hætta á að hann hafi hlotið varanlegan skaða á auga. „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur. Þarna er hópur manna sem veitir honum áverka með þremur höggum,“ segir Sveinn Andri. Hann segir Margera hafa kært árásina til lögreglu en það sé undir henni komið hverjir séu sakborningar málsins. Hann segir lögregluna með allar upptökur undir höndum frá þessu atviki og það hafi í raun legið ljóst fyrir frá byrjun hverjir væru sakborningar í málinu. Samkvæmt kærunni sakar Margera þá Gísla Pálma og Tiny um árásina ásamt þriðja manni. Sveinn Andri segir formlega bótakröfu verða lagða fram þegar öll læknisvottorð eru komin fram en segir óljóst á þessari stundu hvort gerð verði bótakrafa á Secret Solstice-hátíðina þar sem ekki sé enn komið á hreint hvort þeir sem grunaðir eru um árásina hafi verið starfsmenn hennar. Hann segir Bam Margera líkast til fara af landi brott á morgun. Tengdar fréttir Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48 Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49 Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Marger mætti til landsins í dag til að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna árásar sem hann varð fyrir á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í fyrra. Greint var fyrst frá komu Margera til landsins á DV.is. Málið vakti gífurlega athygli en myndband náðist af því þegar rappararnir Gísli Pálmi og Tiny, Gísli Pálmi Sigurðsson og Egill Ólafur Thorarensen, veittust að Margera laugardaginn 20. júní í fyrra þegar tónlistarhátíðin Secret Solstice stóð sem hæst í Laugardalnum. Átti árásin sér stað í framleiðsluherbergi sem sett hafði verið upp í Þróttaraheimilinu.Forsvarsmenn Secret Solstice sögðu Bam Margera hafa áreitt tvær konur sem sinntu öryggisgæslu á svæðinu og að þeir sem réðust á hann hefðu verið að koma þeim til bjargar. Margera neitaði því, sagðist hafa verið ákveðinn við konurnar en ekki áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, sem Margera vildi meina að skuldaði sér og hljómsveit sinni The Earth Rocker pening.Sjá einnig: Þverneitar fyrir að hafa áreitt starfsfólk Lögmaður Margera er Sveinn Andri Sveinsson en hann segir lögregla hafa átt eftir að taka formlega skýrslu af honum. Hann sagðist hafa mál Margera að sér fljótlega eftir atvikið kom upp. Margera fór eftirminnilega af landi brott í fyrra án þess að gefa skýrslu því honum leiddist biðin eftir lögreglu. Sveinn Andri segir Margera hafa hitt sérfræðinga í Bandaríkjunum vegna áverka sem hann hlaut eftir árásina. Sveinn segir að ákveðið hafi verið að láta íslenska sérfræðinga skoða Margera og munu þeir skila læknisvottorði til lögreglu. Sveinn Andri segir að kvarnast hafi upp úr kinnbeini Margera, rétt undir auganu. Þá hlaut hann þungt högg á vinstra augað og er jafnvel hætta á að hann hafi hlotið varanlegan skaða á auga. „Maður hefur séð ýmislegt í gegnum tíðina en málsatvikin eru eins augljós og hugsast getur. Þarna er hópur manna sem veitir honum áverka með þremur höggum,“ segir Sveinn Andri. Hann segir Margera hafa kært árásina til lögreglu en það sé undir henni komið hverjir séu sakborningar málsins. Hann segir lögregluna með allar upptökur undir höndum frá þessu atviki og það hafi í raun legið ljóst fyrir frá byrjun hverjir væru sakborningar í málinu. Samkvæmt kærunni sakar Margera þá Gísla Pálma og Tiny um árásina ásamt þriðja manni. Sveinn Andri segir formlega bótakröfu verða lagða fram þegar öll læknisvottorð eru komin fram en segir óljóst á þessari stundu hvort gerð verði bótakrafa á Secret Solstice-hátíðina þar sem ekki sé enn komið á hreint hvort þeir sem grunaðir eru um árásina hafi verið starfsmenn hennar. Hann segir Bam Margera líkast til fara af landi brott á morgun.
Tengdar fréttir Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48 Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49 Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30 Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Bam Margera birtir mynd af Gísla Pálma á Instagram Jackass stjarnan hefur ekki náð sér eftir átökin í Laugardalnum. 1. ágúst 2015 11:48
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Margera hótar hefndaraðgerðum í nýju myndbandi teknu á Frakkastíg Bam Margera upplýsir aðdáendur sína um stöðu mála í lífi hans og hótar hefndaraðgerðum í kjölfar barsmíða. 26. júní 2015 15:49
Leon Hill opnar sig um Margera: Biður fólk um að hætta að bögga Gísla Pálma og Tiny "Ofbeldi er aldrei svarið. En staðreynd málsins er sú að Margera bað um þetta,“ segir Leon Hill um frægustu slagsmál ársins á Íslandi það sem af er ári að minnsta kosti. 1. júlí 2015 12:30
Tiny um Bam Margera: "Allt sem hann segir er kjaftæði“ Egil Thorarensen var í viðtali við Harmageddon og sagði frá sinni hlið af árásinni á Jackass stjörnuna. Hann segir Gísla Pálma hafa komið sér til bjargar. 24. júní 2015 09:47