Innlent

Stefnir í gott grillveður á Eurovision um land allt

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Greta Salóme verður fulltrúi Íslands í Eurovision þetta árið.
Greta Salóme verður fulltrúi Íslands í Eurovision þetta árið. Vísir

Veðurstofa Íslands býst við hinu ágætasta vorveðri á landinu öllu eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings dagsins. Þá er búist við heilmiklu sólskini um land allt.

„Hiti fer væntanlega hæst í 13 stig syðra, en heldur svalara verður norðaustanlands. Á morgun hlýnar enn frekar, en dregur þá heldur fyrir sólu vestanlands. Næstu daga er síðan spáð vestlægum vindum með hlýndum og fremur þurru veðri á öllu landinu,“ skrifar veðurfræðingur á vakt.

Þó þykknar upp norðvestan til í dag og sums staðar verða þar þokubakkar. Á morgun bætir í vind, sérstaklega norðvestan til. Skýjað verður vestanlands og sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna, en annars bjartviðri eins og fram kemur á vedur.is.

Á þriðjudagskvöld stígur Greta Salóme á svið Globen í Stokkhólmi sem fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þjóðin er væntanlega full tilhlökkunar og það ætti því að gleðja marga að ágætlega viðrar til grills á þriðjudagskvöldið. Þurrt verður um allt land og nokkuð stillt á öðrum stöðum á landinum en á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Þá gefur langtímaspá til kynna að sól verði um allt land þegar aðalkeppnin fer fram á laugardagskvöld fyrir utan á höfuðborgarsvæðinu þar sem er búist við að verði skýjað. Hiti fer alveg upp í þrettán stig.

Veðurhorfur næstu daga:
Á þriðjudag:
Suðvestan 10-15 m/s NV-til, en annars 3-8. Skýjað V-lands og sums staðar súldarlofti við sjávarsíðuna, en bjartviðri aystra. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast A-til.

Á miðvikudag:

Vestan 5-10 m/s, skýjað, en þurrt að kalla N-til, en yfirleitt léttskýjað syðra. Hiti 6 til 15 stig, mildast SA-lands.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og þurrt að kalla. Fremur svalt í veðri NA-til, en annars hlýindi.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðvestanátt með vætu, einkum S- og V-til, en áfram hlýtt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.