Fordæma boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 12:41 Efsta myndin fylgir viðburðinum á Facebook þar sem boðað er til grills fyrir utan heimili Bjarna. Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Fjölmargir hafa fordæmt boðuð mótmæli við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Facebook í dag. Mótmælin eiga að vera sunnudagskvöldið 1. maí og eru í boði hóps sem kallar sig „Beinar aðgerðir“ og segja þau yfirskrift mótmælanna vera „Grillum á kvöldin – sækjum þau heim.“ „Hópurinn hvetur alla landsmenn til að mæta í grillið með einnota grill, mat, tjaldstóla, trommur og góða skapið. Einnig er gott að æfa raddböndin aðeins og slagorð til þess að syngja. Í kjölfarið verða heimili ráðherra ríkisstjórnarinnar þrædd, eitt heimili á kvöldi. Látum þá ekki sitja eina að grilli og gróða á kostnað okkar hinna! Ef gleðskapurinn hentar ekki Bjarna Benediktssyni og hans félögum í ríkisstjórn þá er lítið mál að kippa því í liðinn. Það eina sem hann þarf að gera er að samþykkja kröfur hópsins fyrir 1. maí: Ríkisstjórn Íslands segi af sér og mynduð verði utanþingsstjórn. Sett verði dagsetning á kosningar, ekki seinna en 10. september. Ef ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur ekki aðhafst fyrir 1. maí þá hittumst við, kæru landsmenn, stundvíslega við heimili Bjarna klukkan 19:00 þann 1. maí,“ segir í viðburðinum og er heimilisfang fjármálaráðherra tilgreint skilmerkilega.Guðmundur Andri telur augljóslega að mótmælin þjóni ekki tilgangi sínumFjölmargir hafa lýst vanþóknun sinni á framtakinu á Facebook. Á viðburðinn sjálfan setur rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi ummæli: „Er þessi hópur á vegum Framsóknarflokksins? Og markmiðið að gera andstöðu við ríkisstjórnina að viðhorfi eins fárra og mögulegt er?“ Þá kemur leikkonan og ritstjórinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir því skilmerkilega á framfæri að hún styðji ekki svona framtak: „Ég styð ekki mótmæli af þessu tagi. Vanhugsað.“ Fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar mætir ekki á morgun.Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrum gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem sagði af sér eftir að í ljós kom að hann á talsvert fé í félagi í Lúxemborg hyggst ekki mæta. „Ég mun ekki mæta þarna. Þetta er of langt gengið og ekki málstaðnum til framdráttar,“ skrifar Vilhjálmur á viðburðinn. Blaðamaðurinn Atli Þór Fanndal telur ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks en hann færir þó fram rök fyrir því að vandlæting fólks sé til þess fallin að gera mótmæli að einhverju sóðalegu, sem þau séu ekki. „Almennt tel ég ekki eðlilegt að mótmæla fyrir utan heimili fólks. Ég tel hins vegar ömurlegt að gera mótmæli alltaf að einhverju svo sóðalegu að það verði þráhyggja að enginn móðgist. Bjarni er gerandinn hér ekki fórnalamb. Hrokinn, frekjan, svindlið, lygarnar, valdagræðgðin, vanvirðingin og fyrirlitning hans á almenningi er ástæða þess að fólk finnur sig knúið til að mótmæla fyrir utan hans heimili.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er á öðru máli og telur mótmælin afskaplega ógeðfelld. „Fólk getur mótmælt við opinberar byggingar, en heimili fólks eiga að njóta friðhelgi.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hvetur fólk til þess að „reporta“ eða leggja inn kvörtun vegna viðburða sem þessara. „Þetta er ekki í lagi,“ skrifar hún í ummæli við eftirfarandi færslu frá Ísaki Rúnarssyni, fyrrum formanni Stúdentaráðs.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira