Mótmæltu brottvísunum hælisleitenda í innanríkisráðuneytinu í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2016 17:33 Frá mótmælunum í ráðuneytinu í dag. vísir/anton brink Grasrótarsamtökin No Borders efndu til setumótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag vegna þar sem að á morgun stendur til að vísa sýrlensku hælisleitendunum Wajden Rmmo og Ahmed Ibrahim til Búlgaríu. Í tilkynningu frá No Borders segir að í Búlgaríu bíði þeirra Wajden og Ahmed ekkert annað en líf á götunni. Þeir hafi hins vegar náð að koma undir sig fótunum hér en bíða þess að fá svar við umsókn um dvalarleyfi. Áður en umsóknin verður tekin fyrir á að vísa þeim úr landi: „Þeim er vísað úr landi þrátt fyrir að íslenska ríkið megi vita að þeim er ekki gerlegt að leita aftur til heimalandsins, og neyðast því til þess að fara aftur til Búlgaríu, þeirra fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Þar hafa þeir engan samastað, enga vinnu, enga aðstoð og ekkert félagslegt net. Eftir að hafa flúið hörmungar stríðsins í Sýrlandi og þolað ömurlega meðferð í Búlgaríu hafði þeim loks tekist að hefja eðlilegt líf, aðeins til þess að íslensk stjórnvöld kippi undan þeim fótunum á nýjan leik. Við mótmælum þessari framkomu stjórnvalda og krefjumst þess að hætt verði við brottvísanirnar,“ segir í tilkynningu No Borders. Þá mótmæla samtökin einnig harðlega því sem þau segja ömurlega meðferð íslenskra stjórnvalda á Eze Henry Okafor en hann hefur dvalið hér á landi í fjögur ár: „Hann flúði hryðjuverkasamtökin Boko Haram í kjölfar þess að þau myrtu bróður hans og stungu hann sjálfan í höfuðið. Í þrjú og hálft ár barðist hann fyrir því að fá mál sitt tekið fyrir á Íslandi en fékk ávallt neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Síðastliðið haust var frestur til að senda hann til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar liðinn og sótti Eze þá um dvalarleyfi á þeim grundvelli að hafa verið hér yfir tvö ár vegna málsmeðferðar íslenskra stjórnvalda, eins og heimild er til í útlendingalögum. Hann fékk vinnu og atvinnuleyfi, leigði sér íbúð og beið svars um dvalarleyfisumsóknina,“ segir No Borders. Í febrúar síðastliðnum fékk Eze hins vegar þau svör frá Útlendingastofnun að hann þyrfti að yfirgefa landið á meðan umsóknin væri tekin fyrir. No Borders segja það „fullkomlega óskiljanlegt“ út frá sjónarhóli skynseminnar að þeim Wajden, Ahmed og Eze sé ekki gert kleift að dvelja hér á landi meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir: „Þar sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála virðast hengja sig í eru ákvæði 1. mgr. 10. greinar laga um útlendinga (96/2002) þar sem segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta sinn eigi að sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins, en frá þessu megi víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem ráðherra setji. Það er óskiljanlegt að aðstæður Wajden, Ahmeds og Eze falli ekki undir ríkar sanngirnisástæður. Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa allar upplýsingar um mál þeirra og vita það fullvel að um flóttamenn er að ræða, sem hafa ekki möguleika á að skreppa fram og til baka milli landa eftir því sem íslenska ríkinu hentar hverju sinni. Að ekki sé hægt að gera undanþágu frá þeim reglum í tilfelli einhverra sem augljóslega eru flóttamenn er mjög mikill ósveigjanleiki og óbilgirni af hálfu kerfisins, ekki síst þegar lögin gera ráð fyrir sveigjanleika og mælast til um sanngirni. Því mótmælum við þeirri túlkun á lögunum sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa tekið upp hjá sjálfum sér og krefjast þess að fyrst þessar stofnanir neita að túlka flótta frá stríðástandi og dauða sem tilefni til að sýna „sanngirni“ – þá setji ráðherra slíkar reglur þar sem tillit er tekið til aðstæðna flóttamanna. Við krefjumst þess einnig að hætt verði við þessar brottvísanir og að Wajden, Ahmed og Eze fái leyfi til að dvelja hér á landi.“ Flóttamenn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Grasrótarsamtökin No Borders efndu til setumótmæla í innanríkisráðuneytinu í dag vegna þar sem að á morgun stendur til að vísa sýrlensku hælisleitendunum Wajden Rmmo og Ahmed Ibrahim til Búlgaríu. Í tilkynningu frá No Borders segir að í Búlgaríu bíði þeirra Wajden og Ahmed ekkert annað en líf á götunni. Þeir hafi hins vegar náð að koma undir sig fótunum hér en bíða þess að fá svar við umsókn um dvalarleyfi. Áður en umsóknin verður tekin fyrir á að vísa þeim úr landi: „Þeim er vísað úr landi þrátt fyrir að íslenska ríkið megi vita að þeim er ekki gerlegt að leita aftur til heimalandsins, og neyðast því til þess að fara aftur til Búlgaríu, þeirra fyrsta viðkomustaðar innan Evrópu. Þar hafa þeir engan samastað, enga vinnu, enga aðstoð og ekkert félagslegt net. Eftir að hafa flúið hörmungar stríðsins í Sýrlandi og þolað ömurlega meðferð í Búlgaríu hafði þeim loks tekist að hefja eðlilegt líf, aðeins til þess að íslensk stjórnvöld kippi undan þeim fótunum á nýjan leik. Við mótmælum þessari framkomu stjórnvalda og krefjumst þess að hætt verði við brottvísanirnar,“ segir í tilkynningu No Borders. Þá mótmæla samtökin einnig harðlega því sem þau segja ömurlega meðferð íslenskra stjórnvalda á Eze Henry Okafor en hann hefur dvalið hér á landi í fjögur ár: „Hann flúði hryðjuverkasamtökin Boko Haram í kjölfar þess að þau myrtu bróður hans og stungu hann sjálfan í höfuðið. Í þrjú og hálft ár barðist hann fyrir því að fá mál sitt tekið fyrir á Íslandi en fékk ávallt neitun á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Síðastliðið haust var frestur til að senda hann til baka á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar liðinn og sótti Eze þá um dvalarleyfi á þeim grundvelli að hafa verið hér yfir tvö ár vegna málsmeðferðar íslenskra stjórnvalda, eins og heimild er til í útlendingalögum. Hann fékk vinnu og atvinnuleyfi, leigði sér íbúð og beið svars um dvalarleyfisumsóknina,“ segir No Borders. Í febrúar síðastliðnum fékk Eze hins vegar þau svör frá Útlendingastofnun að hann þyrfti að yfirgefa landið á meðan umsóknin væri tekin fyrir. No Borders segja það „fullkomlega óskiljanlegt“ út frá sjónarhóli skynseminnar að þeim Wajden, Ahmed og Eze sé ekki gert kleift að dvelja hér á landi meðan umsóknir þeirra eru teknar fyrir: „Þar sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála virðast hengja sig í eru ákvæði 1. mgr. 10. greinar laga um útlendinga (96/2002) þar sem segir að útlendingur sem sækir um dvalarleyfi í fyrsta sinn eigi að sækja um leyfið áður en hann kemur til landsins, en frá þessu megi víkja ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því eða samkvæmt reglum sem ráðherra setji. Það er óskiljanlegt að aðstæður Wajden, Ahmeds og Eze falli ekki undir ríkar sanngirnisástæður. Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa allar upplýsingar um mál þeirra og vita það fullvel að um flóttamenn er að ræða, sem hafa ekki möguleika á að skreppa fram og til baka milli landa eftir því sem íslenska ríkinu hentar hverju sinni. Að ekki sé hægt að gera undanþágu frá þeim reglum í tilfelli einhverra sem augljóslega eru flóttamenn er mjög mikill ósveigjanleiki og óbilgirni af hálfu kerfisins, ekki síst þegar lögin gera ráð fyrir sveigjanleika og mælast til um sanngirni. Því mótmælum við þeirri túlkun á lögunum sem Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa tekið upp hjá sjálfum sér og krefjast þess að fyrst þessar stofnanir neita að túlka flótta frá stríðástandi og dauða sem tilefni til að sýna „sanngirni“ – þá setji ráðherra slíkar reglur þar sem tillit er tekið til aðstæðna flóttamanna. Við krefjumst þess einnig að hætt verði við þessar brottvísanir og að Wajden, Ahmed og Eze fái leyfi til að dvelja hér á landi.“
Flóttamenn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira