Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2016 16:28 Bjarni Benediktsson kynnti í dag fjármálastefnu ríkisins til næstu fimm ára. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálastefnu og fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, 2017 til 2021. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða á tímabilinu sem um ræðir. Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum. Stefnan er lögð fram á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál sem samþykkt voru á síðasta ári en í stefnunni eru sett fram markmið um afkomu og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Fjármálaáætlunin felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð ár hvert. Í kynningu Bjarna kom fram að staða ríkisfjármála hafi gjörbreyst frá árinu 2013, m.a. vegna uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og lækkunar vaxtagjalda um 20 milljarða króna. Í áætlunni er gert ráð fyrir að mögulegt verði að byggja inn í áætlunina ýmis fjárfestingarverkefni sem hafa verið til skoðunar eða í undirbúningi undanfarin ár en ekki hefur verið talið mögulegt að fjármagna sökum hallareksturs í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Ekki er gert ráð yfir að fjármagna þurfi þessi verkefni með óreglulegum tímabundnum tekjum ríkissjóðs á borð við arðgreiðslur eða söluhagnað. Meðal þess sem gert er ráð fyrir eru aukin framlög til heilbrigðismála og er markmiðið að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 en nú. Þá er gert ráð fyrir að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði um 130 þúsund krónur á mánuði í 500 þúsund krónur í byrjun næsta árs. Þá er m.a. gert ráð fyrir að framlög til framhaldsskólastigsins vaxi um 3,2 milljarða króna að raunvirði frá og með árinu 2016 og til ársins 2021 og að ný Vestmannaeyjaferja verði byggð á tímabilinu sem um ræðir.Sjá má fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins hér en fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisins á árunum 2017 til 2021 má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag fjármálastefnu og fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, 2017 til 2021. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða á tímabilinu sem um ræðir. Fjármálaráðherra boðar aukin framlög til heilbrigðismála á næstu árum. Stefnan er lögð fram á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál sem samþykkt voru á síðasta ári en í stefnunni eru sett fram markmið um afkomu og fjárhag ríkis og sveitarfélaga. Fjármálaáætlunin felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð ár hvert. Í kynningu Bjarna kom fram að staða ríkisfjármála hafi gjörbreyst frá árinu 2013, m.a. vegna uppgjörs slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja og lækkunar vaxtagjalda um 20 milljarða króna. Í áætlunni er gert ráð fyrir að mögulegt verði að byggja inn í áætlunina ýmis fjárfestingarverkefni sem hafa verið til skoðunar eða í undirbúningi undanfarin ár en ekki hefur verið talið mögulegt að fjármagna sökum hallareksturs í kjölfar bankahrunsins haustið 2008. Ekki er gert ráð yfir að fjármagna þurfi þessi verkefni með óreglulegum tímabundnum tekjum ríkissjóðs á borð við arðgreiðslur eða söluhagnað. Meðal þess sem gert er ráð fyrir eru aukin framlög til heilbrigðismála og er markmiðið að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 en nú. Þá er gert ráð fyrir að hækka hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði um 130 þúsund krónur á mánuði í 500 þúsund krónur í byrjun næsta árs. Þá er m.a. gert ráð fyrir að framlög til framhaldsskólastigsins vaxi um 3,2 milljarða króna að raunvirði frá og með árinu 2016 og til ársins 2021 og að ný Vestmannaeyjaferja verði byggð á tímabilinu sem um ræðir.Sjá má fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins hér en fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisins á árunum 2017 til 2021 má nálgast í viðhengi hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira