Frosti vonar að tillaga Vinstri grænna nái fram að ganga Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 19:27 Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson. Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Stjórnarandstaðan telur nauðsynlegt að Alþingi láti rannsaka umfang aflandsfélaga sem tengjast Íslandi og leggja Vinstri grænir til að forseti Alþingis skipi rannsóknarnefnd til að kortleggja það. Formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vonar að tillagan nái fram að ganga. Þingsályktunartillaga Vinstri grænna kom til fyrri umræðu á Alþingi í dag. En þingmenn flokksins segja atburði síðustu vikna sýna að full nauðsyn sé á að ná utan um eignarhald Íslendinga á aflandsfélögum og þeir krefjast þess jafnframt að fjármálaráðherra segi af sér vegna tengsl sín við slíkt félag. „Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði skattaskjól vera vettvang skattsvika í framsöguræðu sinni í dag. „Að slíkri stærðargráðu að enginn getur í raun og veru áttað sig á því umfangi. Skattaskjól eru staður þeirra sem vilja fría sig frá skyldum við sitt upprunasamfélag,“ sagði Svandís. Vinstri grænir vilja að nefnd fimm sérfræðinga verði skipuð og hún skili af sér bráðabirgðaskýrslu í september og lokaskýrslu í desember á þessu ári. Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði einnig fram þingsályktun í dag um að Alþingi feli ríkisstjórninni að beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gagnvart lágskattaríkjum til að koma í veg fyrir leynd yfir eignarhaldi félaga í lágskattaríkjum og koma í veg fyrir skattaundanskot. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði afstöðu hans til skattaskjóla mjög skýra. „Ég er andvígur þeirra starfsemi og ég tel nauðsynlegt að Ísland verði hvorki meira né minna í í fararbroddi í því að berjast gegn starfsemi þeirra,“ sagði Frosti. Fyrsta skrefið væri að gera sér grein fyrir umfangi vandans hér á Íslandi og í því ljósi væri tillaga Vinstri grænna áhugaverð. „Og margt í henni sem ég tel að við getum stutt. Ég veit að í meðförum þingsins mun hún eingöngu batna og ég vona að hún nái fram að ganga. Þannig að það er mín afstaða til málsins,“ sagði Frosti Sigurjónsson.
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira