Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2016 18:45 Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Sjá meira