Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2016 18:45 Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira