Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Frosti Hrannarsson æfði sig á jafnvægishjólinu sínu á göngustíg við Norðurströnd. Honum var ansi brugðið þegar hjólreiðamaður straukst við hann á miklum hraða. „Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira