Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Frosti Hrannarsson æfði sig á jafnvægishjólinu sínu á göngustíg við Norðurströnd. Honum var ansi brugðið þegar hjólreiðamaður straukst við hann á miklum hraða. „Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira
„Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag Sjá meira