Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. apríl 2016 07:00 Frosti Hrannarsson æfði sig á jafnvægishjólinu sínu á göngustíg við Norðurströnd. Honum var ansi brugðið þegar hjólreiðamaður straukst við hann á miklum hraða. „Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
„Hann straukst við okkur. Það hefði getað orðið stórslys,“ segir Gerður Guðjónsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, sem fór í rólega morgungöngu síðastliðinn sunnudag við Norðurströndina. Hún var með eitt barn í kerru og annað á jafnvægishjóli. Þegar hún þurfti að stoppa og laga hjólið brunaði hjólreiðamaður fram hjá á ógurlegum hraða. Gerður segir hjólreiðamanninn hafa verið á racer-hjóli sem hannað er fyrir mikinn hraða. Hún segir hann hafa séð þau vel úr fjarlægð og því hafa haft tækifæri til að minnka hraðann. Einnig hefði hann getað farið út á grasið í stað þess að taka áhættuna á að keyra á barnið. „En hann var á svo miklum hraða að hann réð líklega ekkert við aðstæður og hefur ekki þorað að beygja frá. Þannig að hann tók bara áhættuna. Svo öskraði hann á okkur að taka ekki allan stíginn. Þá fauk í mig.“Gerður GuðjónsdóttirGerður skrifaði um atvikið og sendi á hjólahópa á Facebook. Hún fékk góðar undirtektir en misjafnar skoðanir voru þó um hvort hjólreiðamenn ættu að nota bjöllu eða ekki. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Ómar segir umferðarlögin skýr. Þar segi að heimilt sé að hjóla á gangstíg enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum, að hjólreiðamenn skuli víkja fyrir gangandi vegfarendum og að ökuhraða skuli miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hraðinn megi aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. „Í sektareglugerð segir að sé farið of geyst megi beita sektum allt að fimmtán þúsund krónum. Reglugerðin er nú til endurskoðunar þar sem sektin verður hækkuð. Hér hvílir óumdeilanleg skylda á hjólreiðamanninum,“ segir Ómar og bendir á götur og sérmerkta hjólastíga til hjólreiða á miklum hraða. Stefán Ragnar Þorvarðarson tók meðfylgjandi myndband á Seltjarnarnesinu í gær þar sem hjólreiðafólk er á götunni og fer svo yfir á rauðu ljósi. Hann tekur fram að hann var farþegi í bílnum en veltir fyrir sér hvort háttalag fólksins sé í lagi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira