Viðreisn tilbúin í kosningar hvenær sem kallið kemur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2016 12:45 Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Fylgi Viðreisnar er nú birt í fyrsta skipti í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem það sem mælist meira en verið hefur, eða 2,1 prósent. Ekki er búið að stofna Viðreisn formlega sem stjórnmálaflokk en Benedikt Jóhannesson, sem er í forsvari fyrir hreyfinguna, er afar ánægður með að starfið sé farið að vekja athygli meðal þjóðarinnar. Hann segir innra starfið í fullum gangi og að vel gangi að fá fólks til liðs við Viðreisn. „Við erum á fullu sjálf að vinna í nefndarstarfi inni í Ármúla. Þar eru fjölmargar nefndir í gangi og við erum að skerpa áherslum í málaflokkunum þannig að ég á von á því að við verðum tilbúin með framboð í öllum kjördæmum strax þegar það verður kosið hvort sem að það verður eftir ár eða fyrr,“ segir Benedikt. Benedikt segist telja að ástæðan fyrir því að Viðreisn mælist nú stærri en áður vera þá að hreyfingin hafi verið að færa aukinn kraft í starfið og auka sýnileika sinn. Nú sé verið að undirbúa innviðina áður en að flokkurinn verði formlega stofnaður, sem verði annað hvort í vor eða í haust. Eins og greint hefur verið frá hyggst stjórnarandstaðan leggja fram tillögu um þingrof og kosningar í næstu viku en er Viðreisn klár í kosningar ef þær myndu fara fram á næstu misserum? „Við verðum tilbúin með sterkan málefnapakka bara núna innan örfárra vikna og það er mjög margt gott fólk sem hefur verið að vinna í málefnastarfinu þannig að ég er alveg viss um það að við verðum með afar sterka framboðslista hvenær sem kallið kemur.“ Benedikt segist skynja ástandið í samfélaginu þannig að það sé kallað á nýtt afl sem setji almannahagsmuni framar sérhagsmunum. Þar af leiðandi komi það honum ekki á óvart að Viðreisn sé nú með byr í seglunum. Annars eru afar litlar breytingar á fylgi flokka milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Liðlega 36 prósent kysu Pírata ef gengið væri til kosninga í dag, rúmlega 23 prósent Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 12 prósent Framsóknarflokkinn og 11 prósent Vinstri græn. Rösklega 9 prósent segjast myndu kjósa Samfylkinguna og rúmlega 3 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 10 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis og nær 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Könnunin var gerð dagana 25. febrúar til 30. mars. Heildarúrtakið var 6.900 og var þátttökuhlutfallið 59,5 prósent.fylgi flokkannaCreate line charts
Alþingi Tengdar fréttir Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Viðreisn auglýsir eftir stólum, ísskáp og kaffivél fyrir nýtt húsnæði flokksins Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn mun á næstu dögum opna húsnæði flokksins í Ármúla sem hýsa mun skrifstofu og viðburði á vegum flokksins. 8. febrúar 2016 22:58