Umhverfisráðherra ánægð með faglega vinnu verkefnisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 1. apríl 2016 13:16 Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða. Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra er ánægð með vinnu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem skilaði af sér drögum að tillögum um virkjanakosti í gær. Hún segir verkefnisstjornina hafa unnið faglega að málum og hún vonist til að geta lagt fram frumvarp í haust sem verði í anda lokatillagna hennar. Verkefnisstjórn fyrir undirbúning þriðju rammaáætlunarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða leggur til sjö nýja virkjanakosti í drögunum sem kynnt voru í gær. Það eru Skrokkölduvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun á Þjórsársvæðinu. Austurengjar á Krýsuvíkursvæði, Hverahlíð II og Þverárdalur á Hengilssvæði og svo Blöndulundur. „Fyrst og fremst er mér þakklæti í huga til verkefnisstjórnarinnar og þeirrar samstöðu sem þar kom fram . Öll verkefnisstjórnin er einhuga á bakvið þetta verklag,“ segir Sigrún. Hún hafi skynjað mikla ánægju með niðurstöðuna á kynningarfundi tillagnanna í gær þar sem fulltrúar helstu hagsmunaaðila voru mættir. „Menn skynjuðu út í gegn að það var ekki geðþóttaákvörðun sem þarna réði för. Heldur unnu menn þetta vandasama verk að flokka eftir því verklagi sem verkefnisstjórn er falið samkvæmt lögum og reglugerðum,“ segir umhverfisráðherra. Miklar deilur urðu um virkjanamál á Alþingi í fyrra þegar Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar lagði fram breytingatillögu um átta nýjar virkjanir til viðbótar við Hvammsvirkjun, sem þáverandi umhverfisráðherra hafði lagt til að færi í nýtingarflokk. Sumar þeirra virkjana sem verkefnisstjórnin leggur nú til að fari í nýtingu voru í tillögum Jóns en deilurnar snérust um að hann væri að ganga framhjá verkefnisstjórninni sem ætti eftir að skila af sér. Sigrún segist alltaf hafa lagt áherslu á að verkefnisstjórnin fengi að vinna sitt starf samkvæmt gildandi lögum. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er gert og ég þurfti að standa dálítið fast á mínu til að halda því í gegn. Fara ekki að hrófla við því. Þetta er ákveðin jafnvægisslá sem við erum á. Ég bara vona að menn sjái það núna að þetta verkfæri sem Alþingi bjó til hafi unnið nákvmlega eins og það átti að gera og það verði sæmileg sátt um þá niðurstöðu sem þannig er fundin,“ segir Sigrún. Að loknu umsagnaferli sem nú er að hefjast mun umhverfisráðherra taka afstöðu til lokatillagna verkefnisstjórnar og leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi næsta haust um nýtingu og vernd landsvæða.
Alþingi Tengdar fréttir Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Þrjár stórár í vernd en Þjórsá virkjuð Allir virkjunarkostirnir í neðri hluta Þjórsár verða í nýtingarflokki að óbreyttum tillögum verkefnastjórnar Rammaáætlunar. Stórárnar Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá verða verndaðar. Fyrstu viðbrögð verndunar- og virkjuna 1. apríl 2016 07:00