Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2016 17:54 Facebook-verjar hirða ekkert um að sýna forsætisráðherra kurteisi eða virðingu á hans eigin Facebooksíðu. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira
„Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Sjá meira