Bjarni mætir ekki á þingfund í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 09:54 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er fastur í Bandaríkjunum og mætir því ekki á þingfund í dag. Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun ekki mæta á þingfund klukkan 15 í dag eins og boðað hafði verið en hann átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bjarni hefur verið í Bandaríkjunum og samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, var fjögurra tíma seinkun á innanlandsflugi Bjarna í Bandaríkjunum í gær og missti hann því af tengifluginu hingað til lands. Eftir því sem Vísir kemst næst kemur Bjarni ekki til landsins fyrr en í fyrramálið en ekki fást upplýsingar um hvar hann er nákvæmlega staddur. Svanhildur segir hins vegar að Bjarni hafi verið með á fundinum í gegnum netið. Mikið mæðir á forystumönnum ríkisstjórnarinnar þar sem bæði þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni voru til umfjöllunar í Kastljósi í gær en þeir hafa báðir haft tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum. Í þættinum kom meðal annars fram að Sigmundur Davíð hafi selt eiginkonu sinni helmingshlut sinn í félaginu Wintris á gamlársdag 2009 á einn dollara, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi. Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra. Nú fyrir hádegi funda svo allir þingflokkar vegna málsins og í hádeginu mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd funda til að ræða vanhæfi Sigmundar Davíðs. Klukkan 15 er svo óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi þar sem forsætisráðherra mun sitja fyrir svörum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mun ekki mæta á þingfund klukkan 15 í dag eins og boðað hafði verið en hann átti að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Bjarni hefur verið í Bandaríkjunum og samkvæmt upplýsingum frá Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmanni hans, var fjögurra tíma seinkun á innanlandsflugi Bjarna í Bandaríkjunum í gær og missti hann því af tengifluginu hingað til lands. Eftir því sem Vísir kemst næst kemur Bjarni ekki til landsins fyrr en í fyrramálið en ekki fást upplýsingar um hvar hann er nákvæmlega staddur. Svanhildur segir hins vegar að Bjarni hafi verið með á fundinum í gegnum netið. Mikið mæðir á forystumönnum ríkisstjórnarinnar þar sem bæði þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni voru til umfjöllunar í Kastljósi í gær en þeir hafa báðir haft tengsl við aflandsfélög í skattaskjólum. Í þættinum kom meðal annars fram að Sigmundur Davíð hafi selt eiginkonu sinni helmingshlut sinn í félaginu Wintris á gamlársdag 2009 á einn dollara, degi áður en ný skattalög um aflandsfélög tóku gildi. Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra. Nú fyrir hádegi funda svo allir þingflokkar vegna málsins og í hádeginu mun stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd funda til að ræða vanhæfi Sigmundar Davíðs. Klukkan 15 er svo óundirbúinn fyrirspurnartími á Alþingi þar sem forsætisráðherra mun sitja fyrir svörum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00 Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Pabbi Sigmundar ósáttur: Einkavinir Jóhönnu og Steingríms kallaðir til sem sérfræðingar "Það kom ekkert fram í þessum þætti sem ekki er búið að svara milljón sinnum áður,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson. 4. apríl 2016 07:00
Mörg félög tengd forsætisráðherrum og forsetum Flestir þeirra eru frá Mið-Austurlöndum, þó ekki allir. 4. apríl 2016 05:00
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48