„Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 13:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í hádeginu í dag. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ætlar að hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum og láta kjósendur þá dæma verk ríkisstjórnarinnar. Þetta sagði hann í viðtali í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag. Búið er að boða til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17 í dag. Krafa fólksins er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs fari frá og að það verið boðað til kosninga strax, en upplýsingar um tengsl ráðherrans við aflandsfélagið Wintris skekja nú samfélagið. Sigmundur var spurður að því hvort hann ætli að hlusta á kröfur fólksins í mótmælunum. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll. Það hafa áður alloft verið mótmæli gegn ríkisstjórninni. Það er því ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn. Ég mun hlusta á afstöðu fólksins í næstu kosningum, til þess eru þær ætlaðir. Að gera upp hvernig menn hafa staðið sig við stjórn landins. Vilji menn taka aðra hluti með í reikninginn eins og þessi mál þá gera menn það. Ég er tilbúinn til þess að skýra þetta mál fyrir þeim sem vilja hlusta á upplýsingar um það,“ sagði Sigmundur. Aðspurður hvort hann reikni með að sitja fram að næstu kosningum sagði forsætisráðherra: „Já,já og láta kjósendur dæma verk ríkisstjórnarinnar og eins og ég segi, aðra hluti ef þeir vilja gera það.“ Gríðarlegur fjöldi fólks hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag eða rúmlega 9000 manns. Þing kemur saman klukkan 15 í dag og hefur stjórnarandstaðan boðað vantrauststillögu á forsætisráðherra og ríkisstjórn hans sem og tillögu um þingrof og kosningar. Sigmundur Davíð hefur ekki íhugað að segja af sér vegna málsins. Viðtalið við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þögn í herbúðum sjálfstæðismanna Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Vísir hefur náð tali af í dag vildu lítið tjá sig um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris. 4. apríl 2016 13:13