Undrast skort á uppgjöri Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Nokkuð var um frammíköll á þingfundi í gær, aðallega undir ræðum forsætisráðherra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu þó ekki í pontu til að verja ráðherra ríkisstjórnarinnar. vísir/Stefán „Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
„Mér þætti gaman að sjá háttvirta þingmenn stjórnarmeirihlutans koma hingað upp og reyna að verja það sem fram hefur komið, reyna að verja það að á Íslandi og frammi fyrir heiminum öllum ætlum við að láta þetta viðgangast að Alþingi ætli að sitja hér áfram eins og ekkert sé, að ríkisstjórnin ætli að sitja áfram eins og ekkert sé. Og hæstvirtur forsætisráðherra segir bara: Nananananana, komið með vantraust.“ Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í eftirminnilegri ræðu á Alþingi í gær. Stjórnarandstaðan hafði þá lagt fram þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof. Eins og fram hefur komið fylgjast erlendir fjölmiðlar grannt með stöðu mála. Í gærkvöldi, þegar þetta er ritað, er flennistór mynd af forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á forsíðu CNN undir fyrirsögninni að krafan um afsögn ráðherrans sé hávær. Martin Zondag, blaðamaður frá norska ríkisfjölmiðlinum NRK, er staddur hér á landi til að fylgjast með framvindu stjórnmálanna næstu daga. „Það virðist þversögn að maðurinn sem hefur stýrt landinu undanfarin misseri hafi verið hluti af því hneyksli sem þið fóruð í gegnum árið 2008.“ Martin segist ekki vita hvernig staðan væri ef sams konar mál kæmi upp í Noregi. „Á síðustu árum höfum við ekki haft hneykslismál þar sem ráðherra hefur þurft að segja af sér. En ef við rýnum í stöðuna og þá staðreynd að forsætisráðherra gerði ekki beinlínis neitt ólöglegt, heldur frekar eitthvað siðlaust, þá held ég að sama staða væri uppi í Noregi.“Jean Babtiste Chastand blaðamaður Le MondeVirðist sem stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi Jean Babtiste Chastand frá franska dagblaðinu Le Monde segir að fyrst og fremst komi á óvart að Ísland hafi ekki í raun og veru gert upp sín mál eftir hrun. „Ég hélt að eftir kreppuna hefði Ísland gert allt sem hægt var að gera og sett bankamennina í fangelsi. En nú virðist sem Ísland sé enn með krökkt af vandamálum og stjórnmálamenn hafi fjárhagsleg tengsl við svart kerfi.“ Það var spenna á Alþingi í gær. Stjórnarandstaða beið fregna af þingflokksfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fram eftir morgni og margir bjuggust við því að forsætisráðherra myndi tilkynna um afsögn sína áður en þingfundur hæfist með það að markmiði að losna við baráttuna sem fram undan væri í þingsal. Þær væntingar urðu að engu í hádegisfréttatíma Stöðvar 2 þegar hann sagðist afdráttarlaust ekki hafa velt fyrir sér afsögn. Í kjölfarið hættu þingmenn Sjálfstæðisflokksins um hríð að svara spurningum blaðamanna, og sögðust skyndilega allir hafa öðrum hnöppum að hneppa. Á meðan stillti stjórnarandstaðan saman strengi sína og kom vel æfð til leiks í umræður um störf þingsins og fyrirspurnartíma Alþingis. Aðeins tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar komu ekki í pontu, þeir Kristján Möller og Össur Skarphéðinsson, þingmenn Samfylkingarinnar. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna steig í pontu, að Sigmundi Davíð undanskildum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira