Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar Birgir Örn Steinarsson skrifar 4. apríl 2016 00:01 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, fylgist með mótmælunum út um glugga á Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd. Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Spurningu „aðal-lekarans“ Edwards Snowden um hvort mótmælin á Austurvelli í dag hafi verið þau stærstu í heimssögunni, sé mætingin skoðuð hlutfallslega út frá höfðatölu, er ekki auðsvarað og þarfnast frekari skoðunar að sögn sagnfræðingsins Stefáns Pálssonar.Allir aldurshópar sameinuðust í mótmælum á Austurvelli í dagVísir/Ernir„Það er mjög líklegt að þetta sé met ef horft er til harðra pólitískra mótmæla hér á landi,“ segir Stefán. „Síðan er þetta líka smekksatriði. Kvennafrídagurinn og afmæli hans voru ógnarstórar aðgerðir þar sem var mjög mikill fjöldi. Það var árið 1975 og þá voru Íslendingar töluvert færri, eða um 250 þúsund talsins,“ segir Stefán. „Eins þegar haldið var upp á afmæli kvennafrídagsins árið 2005. Líta menn á það sem mótmæli? Þar voru vissulega pólitískar kröfur á lofti þó svo að ekki hafi verið að hrópa á afsögn einhvers. Það er alveg hægt að taka umræðu um það. Þar fyrir utan hallast ég að því að þetta séu stærstu mótmæli Íslandssögunnar.“Myndi ekki gefa út plattann straxTölum ber ekki saman en talið er að allt að 22 þúsund manns hafi komið saman í nágrenni Austurvallar síðdegis í dag sem er samkvæmt Stefáni meiri fjöldi en safnaðist saman á einum mótmælum í Búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Hann fer þó varlega í að kalla þetta stærstu mótmæli heimssögunnar, sé litið til höfðatöluútreikninga og segir málið þurfa frekari skoðun. „Það eru til ennþá minni samfélög en við. Það má alveg skoða eyríki í Kyrrahafinu þar sem búa kannski 20 þúsund íbúar. Það þyrfti ekkert voðalega stórar göngur til þess að ná betri höfðatölu. Færeyingar gætu til dæmis einhvern tímann orðið reiðir. Til dæmis þegar þeir voru að mótmæla Grænfriðungum, eða eitthvað slíkt. Ég myndi ekki gefa út plattann strax um að við séum sigurvegarar hvað þetta varðar.“Að neðan má sjá mótmælafundinn á Austurvelli í heild sinni.Stefán bendir á að Íslendingum þyki gaman að styðjast við höfðatöluútreikninga þegar kemur að stærri þjóðum en okkar. Annað sé uppi á teningnum þegar minni þjóðir eru skoðaðar. Vilji menn skoða lista yfir helstu mótmæli og óeirðir á Íslandi er fólki bent á síðu Wikipedia sem tekur þessar upplýsingar saman.Ernir Eyjólfsson og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á Austurvelli í dag og fönguðu augnablik á mynd.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48
Instagram logar á Austurvelli: "Ljúgmundur þú ert rekinn“ Mótmælendur á Austurvelli eru duglegir að deila því sem fyrir augu ber á samfélagsmiðlum. 4. apríl 2016 18:00