Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf: "Þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 10:26 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mætti til Íslands í morgun ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff eftir næturlag frá Bandaríkjunum. Sveinn Arnarsson, fréttamaður 365 miðla, ræddi við forsetann í flugstöðinni í Keflavík í morgun.Viðtalið í heild verður spilað í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á hádegi á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Fréttatíminn verður einnig í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að fylgjast með honum í spilaranum hér að neðan. Ólafur Ragnar var meðal annars spurður að því hvort hann teldi stöðuna sem upp er kominn í íslensku samfélagi alvarlega. „Það þarf ekki mikla kunnáttu til að svara því játandi,“ sagði Ólafur Ragnar.Alvarleg staða blasir við „Þegar einstaklega mikill fjöldi fólks mætir á Austurvöll og fundum Alþingis er frestað og fundum ríkisstjórnar líka þá held ég að blasi við öllum, ekki bara forsetanum heldur hverjum og einum íslendingi, að við þurfum í sameiningu að takast á við þessa alvarlegu stöðu.“ Reiknað er með því að Ólafur Ragnar ræði við ráðherra í dag en fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kom einnig til landsins í morgun. Heimferð hans frá Bandaríkjunum frestaðist um sólarhring og missti hann fyrir vikið af þingfundi í gær. „Ég mun eiga samtöl og viðtöl í dag og vinna úr því þegar við erum komin til Bessastaða,“ segir Ólafur Ragnar. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um þá upplausn sem ríkir í ríkisstjórninni vegna Panama-lekans. Varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir ríkisstjórnina nú ganga í gegnum alvarlegustu kreppuna á ferli sínum.Uppfært klukkan 11.23: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var fullyrt að forsetinn myndi funda með formönnunum ríkisstjórnarflokkanna í dag. Það hefur verið leiðrétt.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu "...og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. 5. apríl 2016 08:30
Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46
Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00